Fjöldi hótela er í byggingu um þessar mundir og kostnaður vegna bygginga þeirra telur í milljörðum.
Gott og vel og svo sem ekkert að því ef ferðamenn halda áfram að koma til landsins.
Ísland er í týsku um þessar mundir og gosið trekkir líka að en hvað gerist þegar og ef ferðamönnum fækkar?
Segjum sem svo að ferðamönnum fækki um helming á næstu þrem árum. Hvað gerist þá?
Eins getum við hugsað okkur að það yrði hamfaragos í Bárðarbungu og flugsamgöngur leggist niður í einhvern tíma vegna öskudreifingar.
Það mundi bitna þungt á ferðamannaiðnaðinum.
Það þarf að hugsa þetta dæmi til enda en ekki vaða bara áfram eins og naut í flagi eins og núna er gert.