Það var löngum ljóst að þeir sem vinna hjá Microsoft á Íslandi eru ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni.
Það var keypt hér tölva á heimilinu til þess meðal annars að hægt væri að spila tölvuleiki og kom hún stýrikerfislaus þar sem ætlunin var að setja á hana Windows af sjöundu útgáfu, professional sem fengi ákaflega litla sneið af harða drifinu og þar á ofan yrði svo Linux sem aðalkerfi á vélinni.
Allt gott með það, keyptur var diskur með Windows sjö á okurverði og gerði maður að sjálfsögðu ráð fyrir því að það væri á engilsaxnexri tungu, eins og við erum að öllu jöfnu vön hér á íslandi. Síðan er diskurinn sóttur og honum troðið í drifið á vélinni og ræst upp til uppsetningar og allt fer vel af stað þangað til það blasti við mér á skjánum sem ég síst af öllu átti von á að sjá.
VÆLG SPROG
Þar fyrir neðan var síðan fellilisti þar sem eingöngu var hægt að velja Danska tungumálið.
Því spyr ég hvers vegna í fjandanum er Microsoft á íslandi að senda sínum endursöluaðilum danska útgáfu af Windows 7?
Eru það algerlega heilalausir hálfvitar sem vinna hjá þessu fyrirtæki?
Nú er það svo að það er ekki hægt að skila disknum og fá hann endurgreiddan þegar búið er að rjúfa innsiglið samkvæmt skilmálum Microsoft og því situr maður uppi með stýrikerfi á tungumáli sem manni gagnast ekki eftir að hafa greitt fyrir það tæplega 28 þúsund krónur.
Ef þetta er ekki hreint og klárt rán þá veit ég ekki hvað þetta er.
Þar fyrir utan hef ég aldrei þolað okrið hjá þessu fyrirtæki og hvernig það gerir allt til að reyna að einoka markaðinn um allan heim.
Sjálfur vil ég ekki sjá að nota viðbjóðinn sem þeir kalla stýrikerfi sem þeir pranga inn á almenning og ræna um leið því viðskiptahættir þessa fyrirtækis eru ekkert annað en rán um hábjartan dag.
Næsta stig hjá mér verður því að reyna að finna leið til að breyta kerfinu yfir á enska tungu og í það á eftir að fara bæði tími og fyrirhöfn sem ég hefði gjarnan vilja nota í annað og þarflegra heldur en að láta þetta viðbjóðslega fyrirtæki sem Microsoft er hafa af mér eftir að hafa rænt af mér hátt í 30 þúsund kalli.