Það er stórmerkileg lausn sem snillingarnir í stjórnkerfinu finna alltaf upp á þegar leysa þarf fjárhagsvanda einhversstaðar í kerfinu. Nýjasta útspil Reykjavíkurborgar er að hækka bílastæðisgjöld þar sem nýtingin er komin yfir viðmiðunarmörkin hjá þeim. Það er í sjálfu sér ekkert að því, en hvernig í ósköpunum geta þeir fengið út á sama tíma, að fólksfjöldi muni aukast í miðbænum í kjölfarið?
Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, segist vonast til þess að fleira fólk komi í miðborgina eftir að búið er að hækka bílastæðagjöld þar um 50%.
Verslunareigendur í miðborginni telja hækkunina munu fæla fólk frá en Karl er ekki þeirrar skoðunar:
„Við erum ósammála því, við teljum að þetta munu auka flæði í miðborginni og að fólk komi frekar niður í miðborgina með það í huga að það gæti mögulega fengið stæði sem er ekki raunin í dag að okkar mati,“ sagði hann í fréttum RÚV. Fólk fari þá síður í verslanamiðstöðvarnar þar sem er nóg af ókeypis stæðum.
Verslunareigendur í miðborginni telja hækkunina munu fæla fólk frá en Karl er ekki þeirrar skoðunar:
„Við erum ósammála því, við teljum að þetta munu auka flæði í miðborginni og að fólk komi frekar niður í miðborgina með það í huga að það gæti mögulega fengið stæði sem er ekki raunin í dag að okkar mati,“ sagði hann í fréttum RÚV. Fólk fari þá síður í verslanamiðstöðvarnar þar sem er nóg af ókeypis stæðum.
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST KALLI?
Markaðsfræði er ekki flókið fyrirbæri og þarf ekki sérlega mikla þekkingu, greind eða vit til að átta sig á því, að eftirspurn eftir einhverri vöru verður til þess að auka framboð á henni og sama lögmál gildir með þjónustu.
Þegar eftirspurnin verður mikil er réttlætanlegt að hækka verð en því þarf þó að stilla í hóf til að fæla fólk ekki frá vörunni eða þjónustunni. það vita allir sem hafa eitthvað komið nálægt þessum málum, en varðandi þjónustu gilda að vísu fleiri lögmál, því þjónustan þarf að vera í lagi og eftirsóknarverð.
Hvað varðar hækkun bílastæðisgjalda í miðborginni, þá tel ég að þarna hafi verið illa ígrunduð hugmynd sett fram og framkvæmd. Þetta á ekki eftir að auka eftirsókn fólks í að koma í miðborgina heldur þvert á móti. Fólk fer frekar í verslanamiðstöðvarnar þar sem það getur lagt sínu ökutæki ókeypis.
En hvers vegna ætli það sé sem fólk fer minna í miðborgina? Jú vegna þess að almenningssamgangnakerfið er mannfjandsamlegt og illa uppbyggt auk þess að vera dýrt. Fólk notar það ekki nema í ýtrustu neyð á mörgum leiðum og þjónustan er virkilega léleg svo ekki sé meira sagt.
En hvers vegna eru almenningssamgöngur svona dýrar og lélegar? Jú það er vegna þess að innan þess kerfis eru pólitískt ráðnir vinir og vinavinir sem taka allar ákvarðanir hvort sem þeir hafa vit á hlutunum eða ekki og í flestum tilfellum á þetta „ekki“ best við. Þar eru td núna algjörir nautshausar sem hlusta hvorki á rök né ráðleggingar þeirra sem vinna næst kúnnanum , það er að segja bílstjórunum sem gjörþekkja leiðirnar, tímana, umferðina og farþegana. Þessir nautshausar draga fram tölvuna, ræsa forrit og setja upp einhverja leið sem strætó skal aka og tölvan spýtir út úr sér áætlun sem í fæstum tilfellum stenst neitt sem kemst nálægt raunveruleikanum. Meira að segja úti á landi tekst þessu blessaða forriti að setja upp einföldustu leið frá A til B til C til D á svo fábjánalega heimskulegan hátt að þeir sem þurfa að keyra leiðina hrista hreinlega hausinn yfir heimskunni.
Sem dæmi er lagt af stað í 35 km túr frá stað A til staðar B og tíminn sem settur er upp gerir það að verkum að hægt erð dóla þetta á 70 til 80 km hraða og vera samt á góðum tíma. Síðan þarf að komast frá B til C sem eru 12 km og tíminn sem það á að taka eru 11 mínútur. Það gerir það að verkum að með því að botnstanda vagninn er kanski möguleiki á að ná á staðinn á brottfarartíma en verði tafir er þegar orðin nokkurra mínútna seinkunn. Komi svo fimm farþegar sem þarf að afgreiða inn í vagninn er seinkunin orðin enn meiri því reikna má með að það taki að jafnaði um eina og hálfa mínútu að afgreiða hvern farþega. (Min reynsla).
Heildar seinkunn með svona fyrirkomulagi getur því farið í allt að 15 mínútur sé mikil umferð og hæggeng. Þegar svo bílstjórar reyna að benda á gallana er þeim sagt að halda kjafti og skipta sér ekki af því sem þeim kemur ekki við. KEMUR EKKI VIÐ? Ef einhverjum kemur þetta við er það einmitt bílstjórunum því komi eitthvað fyrir eru þeir gerðir ábyrgir en ekki nautshausnum með hrokan.
En hverjar hafa lausnirnar verið þegar farþegafjöldinn hrynur í almenningssamgangnakerfinu? Jú, að hækka fargjaldið til að koma á móts við tapið.
En fjölgar það farþegum? Nei, það gerir það nefnilega ekki því fólk vill ekki borga meira fyrir verri þjónustu. Einfalt lögmál sem snillingarnir hjá borginni hafa ekki enn fattað eftir margra áratuga reynslu af því.
Ég held að núverandi starfsmenn borgarinnar ættu að næla sér í eintak af bókinni sem myndin er af hér að ofan og athuga eftir lestur hennar hvort þeirra markaðsfræði sé kennd í henni.