Málþing Pírata og þögn fjölmiðla

Óli Ufsi kynnir stefnu Sóknarhópsins.

Óli Ufsi kynnir stefnu Sóknarhópsins.

Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt, að það skuli ekki hafa komið stafkrókur í fjölmiðlum um málþing Pírata sem haldið var þann 31. jan síðastliðin á hótel Sögu þar sem fjallað var um sjávarútvegsmál, stefnu stjórnvalda og álit hagsmunahópa og einstaklinga.
Píratar héldu þetta málþing svo þeir gætu myndað sér stefnu til framtíðar í sjávarútvegsmálum í landinu og var ætlunin að LÍÚ yrði fyrir svörum á þinginu.
Þegar LÍÚ komst að því að Ólafur Jónsson, Óli Ufsi yrði einn af frummælendum, neituðu þeir að mæta nema Óla yrði meinarðu aðgangur að fundinum.
Að sjálfsögðu var því hafnað af Pírötum enda er málfrelsi eitt af baráttumálum þeirra.

Nánar má fræðast með því að hlusta á bloggið hér að neðan, en þar er farið betur yfir þetta.

Almenningur verður að fara að vakna og taka þátt í þessari baráttu áður en það verður of seint.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 2. febrúar 2015 — 12:49