Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Nú er fólki tíðrætt um lýðræði innan stjórnmálaflokkana og sýnist sitt hverjum í þeim efnum.
Sumum þykir það lýðræðislegt að flokksráð flokkana velji frambjóðendur og raði á lista eftir sínu höfði og síðan á grasrótin að samþykkja listann eða hafna.
Fyrir mér er ekkert lýðræðislegt við þetta enda sést það best í samfylkingunni þar sem hreint frábærum þingmanni, harðduglegum, réttsýnum og skeleggum var kastað út í ystu myrkur meðan kona sem nýgengin var í flokkinn var sett í efsta sætið.

Skoðum svo hvernig Píratar fara að.  Þar býður fólk fram krafta sína og listinn yfir frambjóðendur er settu inn á kosningavef hvers kjördæmis og síðan geta allir sem skráðir eru flokksmeðlimir raðað frambjóðendum upp í þau sæti sem þeim sýnist og sú útkoma stendur þegar kosningu lýkur.
Þetta er raunverulegt lýðræði, ekki sýndarlýðræði eða falslýðræði eins og aðrir flokkar stunda.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni