Á meðfylgjandi mynd má sjá lúser á krúser fyrir utan vínbúðina í Skeifunni.
Myndinni hefur verið dreift grimmt á samfélagsmiðlum frá því hún birtist en þar sést ráðherrajeppa Sigmundar Davíðs lagt utarlega og illa í tvö stæði við vínbúiðina.
Myndin var tekin í gærkvöldi eða um hálf átta leytið og segir sjónarvottur í samtali við DV að það hafi verið talsverð örtröð á bílastæðinu á þeim tíma sem myndin var tekin. Á myndinni má þó sjá að nokkur bílastæði eru laus.
Slatti af fólki hefur tjáð sig í umsögnum um myndina og nokkrir eru duglegir að misnota orðið „einelti“ og þar með gjaldfella þá skilgreiningu sem það orð felur í sér, sennilega af heimsku eða vanþekkingu á því hvað einelti er.
Það hlýtur að vera sjálfsögð og eðlileg krafa á hendur ráðamönnum þjóðarinar og starfsmönnum þeirra, að þeir fyrstir allra fari að lögum og reglum og sýni með því gott fordæmi. Í þessu tilfelli er ekki um neitt annað að ræða en hreinan og kláran dónaskap og frekju gagnvart öðrum sem þarna áttu leið um og því meira en sjálfsagt að birta þessa mynd með tilheyrandi athugasemdum um viðkomandi enda hafa þeir báðir til þeirra unnið með hegðun sinni og framkomu.
Annar meðlimur ríkisstjórnarinnar komst árið 2013 í fréttirnar fyrir svipaðar sakir en þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í bíl fyrir utan aðalbyggingu Keilis sem lagt var í bílastæði fyrir fatlaða.