Lögbrot velferðarráðherra

Gubbi velferðarráðherra

Örugglega ekki versta myndin sem til er af Gubba en það fannst engin verri í fljótu bragði.

Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra í ríkisstjórn Íslands.  í síðasta mánuði kaus hann að taka þá sjálfstæðu ákvörðun, að ganga fram hjá kjararáði, sem ákvarðar laun opinberra starfsmanna, og hækka laun forstjóra Landsspítala, Björns Zoëga um rúmlega 450 þúsund krónur á mánuði sem varð til þess að nú hefur Björn rúmar 2,3 miljónir í mánaðartekjur.  Ástæða þessarar launahækkunar segir Guðbjartur vera þá, að Birni hafi boðist betri laun við stjórn sjúkrahúss í Svíþjóð og að Landsspítalinn hafi ekki efni á að missa þennan fjölhæfa forstjjóra sem er allt í senn, Forstjóri LSH sem og bæklunarskurðlæknir en einnig kennir hann við Háskóla Íslands.
Það er því ekkert hlaupið að því að fá mann sem þarf ekki að sofa þar sem hann kennir á morgnanna, sker á daginn og stjórnar sjúkrahúsrekstrinum á kvöldin og nóttunni, eða það mundi maður ætla miðað við hvernig velferðarráðherran hleður lofinu í mörgum lögum á forstjóran.
En er þetta brot á lögum um kjararáð og ráðherraábyrgð?  Lítum nánar á það.

Í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna segir meðal annars í 3. gr. [Ráðherra]1) fer með fyrirsvar ríkissjóðs við gerð og framkvæmd kjarasamninga samkvæmt lögum þessum. Hann skipar nefnd manna til að annast samninga af sinni hendi og tilkynnir viðsemjendum sínum skipan hennar.
 [Heimilt er [ráðherra]1) að fela einstökum ríkisstofnunum að annast framkvæmd kjarasamninga fyrir sína hönd. Slíka heimild getur [ráðherra]1) afturkallað með sex mánaða fyrirvara. Skylt er ofangreindum aðilum að veita [ráðuneytinu]1) allar upplýsingar um launavinnslu, laun og samsetningu þeirra, launatengd gjöld og önnur þau atriði er máli skipta um framkvæmd laga, kjarasamninga og reglugerða er ráðuneytið setur.]2)
 [Forseti Alþingis gerir]3) kjarasamninga við starfsmenn Alþingis.

Þarna er skýrt kveðið á um hvernig ferlið skal vera og þarf enginn að efast um það.

Það er engin ástæða fyrir því að setja hér inn allan kaflan um Kjararáð, en þar kemur strax fram í 1. grein hvert ætlunarhlutverk það hefur.  Þetta er ekki mikil lesning en áhugaverð.  Hægt er að skoða það nánar hérna.

Þá komum við að því sem vegur þyngst í þessu öllu saman en það eru lög um ráðherraábyrgð.  Það sem stingur strax í augun er það sem fjallað er um í  13. gr.  Hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð er eftir lögum þessum, skal og þegar þess er krafist, jafnframt hegningunni dæma hann til að greiða skaðabætur, en um skaðabótaskyldu hans fer eftir almennum reglum.

Ég hvet fólk til að lesa yfir lögin sem hér er vitnað í á undan svo það geti myndað sér skoðun um það hvort ráðherra braut eitthvað af lögum með ákvörðun sinni en í mínum huga er ekki spurning að hann hefur gert það og ætti umsvifalaust að segja af sér sem ráðherra.

Það er orðin landlæg plága á íslandi að þingmenn og ráðherrar sniðgangi þau lög sem þeir sjálfir setja en ætlast til að allir aðrir landsmenn fari eftir þeim.  Hroki og yfirgangur slíkra á og þarf að taka fyrir með  öllum tiltækum ráðum áður en illa fer.

Updated: 16. september 2012 — 18:34