Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi

Posted on 7. júlí 2023

Maður er ekkert hissa á því að sjálfstæðismenn í ríkisstjórn íslands og þá sérstaklega forseti alþingis skuli hafa neitað að birta Lindarhvolsskýrsluna fyrir almenningi í landinu enda kemur í ljós við lestur hennar að þetta fyrirtæki, Lindarhvol, var eingöngu stofnað til að verja sérhagsmuni einstaklinga og fyrirtækja sem tengjast Sjálfstæðisflokknum með því að selja eignir ríkisins sem það eignaðist eftir hrunið 2008 á tombóluverði sem gerði það að verkum að ríkissjóður varð af milljarða tekjum vegna þess.  Tölurnar sem rætt er um spanna frá 2,5 milljörðum til nærri 11 milljarða en ekki er nokkur leið til að finna út úr því þar sem upplýsingum var haldið leyndum fyrir höfundi skýrlunar.

Persónulega tel ég þetta ekki vera neitt annað en skipulagða gæpastarfsemi og höfuðpaurinn í þessu öllu saman er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslands, Bjarni Benediktsson en hann hefur síðustu sex árin fengið algjörlega frjálsar hendur rí umboði Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra en bæði eru þau samsek í þessu máli, máli sem varla er hægt að kalla annað en landráð gagnvart fólkinu í landinu, fólkinu sem þessi glæpalýður á að vinna fyrir og hafa hagsmuni þess að leiðarljósi.

Það er með öllu ótækt að þessi glæpalýður Bjarna Ben og ríkisstjórnarinar fái að sitja lengur á alþingi enda búið að brjóta trúnaðinn við allan almenning í landinu og það er búið að gera forsetaembættið á Bessastöðum að fífli sem og Guðna Th. forseta íslands sem hefur látið teyma sig á asnaeyrunum allan þennan tíma.  Gagnslausari forseta hefur þjóðin aldrei haft vegna þess að hann gerir ekkert af því sem forseti ætti að gera í þessari stöðu en það væri að kalla saman ríkisráðsfund og reka þessa ríkisstjórn á staðnum og boða til kosninga.  Það vald veitir stjórnarskráin honum.

En taki forseti íslands þá ákvörðun að gera ekki neitt í þessu máli, þá er hann samsekur í því að hafa rænt þjóðina réttmætum tekjum af sölu eigna ríkisins.
Sjáum til hvort Guðni verður maður eða mús…

Skýrsluna getið þið lesi hérna að neðan.
Greinargerd-rikisendurskodanda

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme