Flestir gera frekar lítið af því að fylgjast með veðurfréttum nema þá þegar eitthvað sérstakt er í gangi, hvort heldur sem það snýr að þeim persónulega eða þegar staðan er eins og núna að gífurlega djúp lægð er að renna sér upp að suðvestanverðu landinu með aftakaveðri og meiri vindhraða heldur en sést hefur á mælum hingað til, gangi spár eftir.
En stundum er hægt að skoða veðurlíkön sér til ánægju og fræðslu og myndin sem fylgir þessum pistli er gott dæmi um það.
Það er ekki annað hægt að segja um þetta en að þetta sé alveg hrikalega flott snilldarlega vel gert.
Hægt er að skoða þetta gagnvirkt með því að smella hérna.