Léttir

Þegar maður er búinn að vera undir miklu álagi í langan tíma, sofa lítið og eiga erfitt eða nánast ómögulegt með að einbeita sér þá er það mikill léttir þegar það sem því álagi veldur hverfur.

Gærdagurinn var slæmur hjá mér og ég var að losa mig við hluti sem hafa valdið mér gífurlegum áhyggjum og sálarangist um margra mánaða skeið og þegar því var lokið þá var öll orka búin og léttirinn kærkomin.

Náði í fyrsta sinn í langan tíma að sofa í meira en sex tíma og vaknaði þokkalega úthvíldur þó vissulega séu áhyggjuefnin fleiri á komandi mánuðum en það versta er búið og nú er bara að vinna í rólegheitum úr því sem eftir er.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 11. mars 2021 — 11:56