Launadeila hjúkrunarfræðinga í hnút. Norræna velferðarstjórn Jóhönnu drap heilbrigðiskerfið á íslandi

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Nú þegar er ljóst að hátt í 300 hjúkrunarfræðingar hætti störfum um næstu mánaðarmót hjá Landspítalanum þar sem Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur gefið út þá yfirlýsingu að ekki verði sett meira en þær 370 miljónir sem þegar hafa verið boðnar til að laga laun hjúkrunarfræðinga.  Það sé einfaldlegalega ekki hægt, peningarnir séu ekki til, nema taka l

án og það sé ekki ásættanleg lausn.

Í Fréttablaðinu í dag segir frá því að læknar hafi nú bæst í hóp heilbrigðisstétta sem krefjast úrbóta á launum og vinnuaðstöðu. Almennir læknar vilji bætt kjör, uppsagnarfrestur þeirra er einn mánuður og nokkrir þeirra eru þegar hættir að því er fram kemur í máli Ómars Sigurvins Gunnarssonar, formanns Félags almennra lækna.

Katrín sagðist í morgunútvarpinu vona að hjúkrunarfræðingar og læknar hætti samt við að segja upp störfum.

En hvað gerist ef allur sá hópur sem hefur sagt upp hættir og flytur erlendis til starfa þar?  Ekki kemur þetta fólk aftur nema þá kanski einhverjir örfáir.  Eftir situr landinn með lamað heilbrigðiskerfi sem þjónar engum tilgangi að reka með þeim hætti sem núna er.  Getur verið að það þurfi eitthvað að laga til í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins?  Getur það verið að það sé eins og píramídi á hvolfi eins og svo margir tala um?

Eitt er ljóst hvað sem öðru líður að þetta kemur verst niður á almenningi í landinu og skilur þá ríkisstjórn sem nú er við völd eftir með eftirmæli sem mun fylgja flokkunum Samfylkingu og VG um langa framtíð.  Orðið velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðar er nú þegar orðið háðsyrði og efitrmæli þessarar stórnar verða; ,,Velferðarstjórnin sem drap heilbrigðiskerfið með fjársvelti.“

Þó aðdragandi þessa máls sé langur vegna niðurskurðar á velmegunnarárunum fyrir hrun, sem kallaður var ,,hagræðing“, þá breytir það engu um þann brjálæðislega niðurskurð sem staðið hefur verið að allt þetta kjörtímabil.  Vilji stjórnvöld halda hér heilbrigðu þjóðfélagi þá þarf að veita fjármunum í það.  Það er ekki gert og sem dæmi er löggæslan nánast lömuð vegna niðurskurðar.  Heilbrigðisþjónustan er í dauðateygjunum og bara spurning hvenær síðasta hnífslagið á hálsæðarnar kemur frá ríkisstjórninni.
Menntakerfið er hægt og bítandi að lamast vegna niðurskurðar og öll almenn þjónusta við fólk í landinu er skorin meira og meira niður með hverju árinu.

Fólk hefur líka verið að varpa fram þeirri spurningu í hvað skattarnir fara?  Skattlagning hér á landi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu og þjónusta ríkisins með því lægsta.  Í hvað fara skattarnir?

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 8. febrúar 2013 — 09:33