Fyrirsögnin gæti alveg verið nýjasta slagorð stjórnarflokkana nú til dags og því miður miðað við það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, þá hefur það gerst að tvær konur sem eru háttsettar í sínum flokkum í stjórnmálum hafa stillt börnum sínum fram fyrir sig til að fá samúð almennings í umræðum vegna gagnrýni almennings á störf þeirra.
Í maí hafa tvær íslenskar stjórnmálakonur, þær Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, notað þá aðferð við að öðlast samúð almennings á Facebook að keyptar hafa verið auglýsingar með tilvitnunum í börn þeirra þar sem þau kvarta undan eða hughreysta mæður sínar vegna óvæginnar umræðu stjórnmálanna.
Í dag auglýstu Framsóknarmenn og Flugvallarvinir á samfélagsmiðlinum Facebook. Deildi hópurinn frétt af Vísi með fyrirsögninni „Mamma, hún er ógeðslega vond við þig,“ og er þar vitnað í frásögn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, af upplifun barna sinna af stjórnmálaþátttöku hennar. Segir hún frá því hvernig hún upplifi skrif Láru Hönnu Einarsdóttur, bloggara, sem persónulegar árásir á sig og því hafi hún eytt henni út af vinalista sínum. Við deilingu Framsóknarflokksins á fréttinni stendur „Sponsored“ sem þýðir að þeir sem eru á bak við Facebook-hópinn hafa borgað fyrir auglýsinguna svo að hún dreifist víðar en einungis til þeirra sem tengjast Framsókn á samfélagsmiðlinum.
Fyrir tæpum tveimur vikum var keypt svipuð auglýsing í nafni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, á Facebook. „Þetta er bara pólitík mamma – sættu þig við það!“ sagði níu ára dóttir mín rétt í þessu, þegar ég var einu sinni sem oftar að svekkja mig á umræðu dagins. Kannski ég ætti að fara að taka meira mark á henni?“ stóð í stöðuuppfærslu Hönnu Birnu og vísaði líklega til umræðunnar um lekamálið svokallaða.
Varla er hægt að hugsa sér meiri mannleysur og aumingja en þá sem stilla börnunum sínum upp fyrir framan sig og greiða fyrir að auglýsa stöðuuppfærslur þeirra með þeim hætti sem Hanna Birna og Sveinbjörg gera.
Það að setja börnin sín í þá aðstöðu og eiga á hættu að þau verði fyrir aðkasti og jafnvel einelti í kjölfarið er með slíkum ólíkindum að réttast væri að senda barnaverndarnefnd á viðkomandi foreldra enda sýnt og sannað að með því að misnota þau til að fá vorkunn fólks er eitthvað það ljótasta sem þú getur gert börnunum þínum. Það kallast ekki að bera hag þeirra fyrir brjósti en sýnir og sannar að eigingirnin og sjálfshagsmunirnir er það sem ræður för.
Ég segi því bara sveiattan ykkur Hanna Birna og Sveinbjörg fyrir að stilla börnum ykkar upp sem varnarskjöldum fyrir ykkur og borga fyrir það að auki, því slíkt gerir aðeins fólk sem er nákvæmlega sama um börnin sín en hugsar eingöngu um sjálft sig og sinn frama og hagsmuni sem að sjálfsögðu er bara viðbjóðslegt.