Lækkun örorkubóta 14.362,- krónur á mánuði milli ára

Skattpíning hinna verst settu.

Skattpíning hinna verst settu.

Það er komið í ljós sem mig grunaði, að örorkubætur hafa lækkað milli árana 2014 og 2015 hjá mér í heildina um 14.362,- krónur.
Lífeyrissjóðurinn lækkar um 421,- krónu milli ára en TR lækkar sínar bætur um 13.941,- krónu.
Skýringarnar eru nákvæmlega engar nema frá Gildi þar sem vísitalan hefur lækkað, þá lækka bæturnar.
Þetta er hreint út sagt furðuleg framkoma við fólk sem hefur varla efni á mánaðarlegum útgjöldum og hvað þá heldur að leyfa sér nokkurn skapaðn hlut þar fyrir utan.

Öryrkjar og aðrir lífeyrisþegar þurfa að fara að gera eitthvað verulega róttækt til að koma stjórnvöldum í skilning að svona framkoma verður ekki liðin lengur í okkar garð.  Öryrkjabandalag íslands er gjörsamlega gagnslaust þegar kemur að kjaramálum okkar og þar eru bara eiginhagsmunasemir sem hafa troðið sér í stjórnunarstöður til þess eins að maka eigin krók því ekki er þetta hyski að vinna fyrir okkur á nokkurn hátt lengur.  Allt sem frá þessu bandalagi kemur núorðið, eru máttlausar tilkynningar sem eru ekki einu sinni tímans virði að lesa þær og formaðurinn liðleskja sem er þar bara til skrauts og til að hirða launin sín.  Margföld laun öryrkjans.

Skattbyrgðin á okkur er alltaf að aukast og því þarf að breyta.  Það er fáránlegt í alla staði, að við sem fáum bætur almannatrygginga skulum í raun greiða tvöfalda tekjuskatta þegar upp er staðið og þetta er ekki bara mannréttinda og stjórnarskrárbrot, þetta er orðinn hreinn og klár þjófnaður þar að auki.

Við þurfum sjálf að gera eitthvað í okkar málum því þeir sem eiga í raun að standa vörð um hagsmuni okkar eru einskisverðir geldingar og aumingjar sem hugsa eingöngu um sinn eigin hag og hafa hvorki getu né nennu til að sinna því sem þeir voru ráðnir til.

Sveiattan bara.

Updated: 20. janúar 2015 — 13:27