Nýr jólasveinn hefur nú komið fram á sjónarsviðið en hann fékk nafnið ‘Kvótagefir’ vegna þess að í starfi hans sem ráðherra útvegsmála hefur hann ákveðið að gefa stórútgerðunum allan makrílkvótan sem ísland fékk úthlutað. Jólasveinn þessi hefur áður hlýtt nafninu Sigurður Ingi.
Sigurður Ingi, öðru nafni Kvótagefir, ætlaði upphaflega að afhenda þessum útgerðum kvótann án endurgjalds, meðal annars HB Granda, Samherja og Ísfélaginu, en nú hefur hann boðað leigu á honum. Sú ákvörðun er tekin í kjölfar nokkurrar gagnrýni á fyrirhugaða útdeilingu hans á makrílkvótanum, meðal annars frá Jóni Steinssyni þar sem hann spurði Sigurð Inga að því hvað mælti gegn uppboði á kvótanum. Sigurður Ingi svaraði því til nokkrum dögum síðar að þá myndi kvótinn lenda á höndum fárra og ríkra aðila.
„Það er nákvæmlega það sem ég bjóst við. Ráðherra stendur þétt með útgerðarmönnum og virðist kæra sig kollóttan um hag skattgreiðenda og sjúklinga á Landspítalanum,“ segir Jón Steinsson, hagfræðingur í Columbia-háskóla, aðspurður um hvað honum finnist um þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra að ætla að leigja makrílkvótann ti þeirra útgerða sem hafa veitt hann í stað þess að bjóða hann upp.
Það er því deginum ljósara hvar þessi jólasveinn stendur því hann er öfuguggi miðað við alla aðra jólasveina en þeir gefa góðu börnunum gjafir en hinum skorpna kartöflu.
Kvótagefir hins vegar drullar yfir venjulega fólkið en gefur skíthælunum og gróðapungunum allt sem þeir heimta.
Af því verður ekki annað séð en að þessi jólasveinn, Kvótagefill, sé lítið annað en illa gefinn skíthæll sem rænir þjóðina til að færa útgerðinni á silfurfati.