Stjórnmálaleiðtogar þurfa að átta sig á því að kosningabaráttan á ekki að vera einhver keppni í að vera með sem veglegust loforð til að laða að kjósendur. Þeir þurfa líka að átta sig á þeirri einföldu staðreynd að þetta er ekki keppnisíþrótt þar sem sá sem lofar sem mestu stendur uppi sem sigurvegari.
Kjósendur þurfa líka að átta sig á þeirri einföldu staðreynd að flokkarnir eru ekki keppnislið sem á að standa með í gegnum þykkt og þunnt, lygar og skrum í hvaða mynd sem það birtist.
Stjórnmálaleiðtogar þurfa að haga máli sínu þannig þeir virki ekki hrokafullir eða komi út sem einvaldar sem öllu ráða í sínum flokki og málefnin séu bara svart/hvít.
Stjórnmalaleiðtogar þurfa líka að læra að tala við fólkið, hlusta á það og heyra hvað kjósendur hafa að segja. Ekki bara í þeirra eigin flokki heldur alla landsmenn hvar í pólitík sem þeir eru.
Stjórnmálaleiðtogar þurfa líka að læra að hlusta hverjir á aðra og taka meðvitaða ákvörðun að vinna saman sem heild með hag þjóðarinnar í huga. Sumir stjórnmálaleiðtogar virða þetta að vettugi og vaða áfram eins og naut í flagi bæði í orði og gerðum. Þrumandi ræðumennska í Morfís-stíl skilar engu öðru en því að almenningur lítur að viðkomandi sem barnalegan hrokagikk.
Í gær, 2. apríl var þáttur á Rúv, X13 þar sem formenn 9 flokka sem bjóða fram voru samankomnir í sjónvarpssal og svöruðu spurningum þáttarstjórnenda í nokkrum veigamiklum málum sem þeir leggja áherslur á fyrir komandi kosningar. Athyglisvert var að fylgjast með framvindu mála og komu sumir verr út en aðrir. Athyglisvert var að sjá og heyra hvernig formenn fjórflokkana körpuðu sín á milli um keisarans skegg, stjórnarskránna, og hverjum það var að kenna að niðurstaðan var sú sem raunin varð á fyrir þinglok.
Svik við þjóðina sagði Þorvaldur Gylfason og lagði til að málið yrði klárað strax eftir kosningar, þingið leyst upp og boðað til kosninga aftur í haust.
Athyglisvert var að hlusta á formenn nýju framboðana því í raun höfðu þeir mest fram að færa því þeir gáfur engin kosningaloforð eins og stóru flokkarnir heldur skoða þær leiðir sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn væru með í sínum stefnumálum og vinna saman að því að finna þá leið sem best virkar.
Birgitta Jónsdóttir, Pírati, sagði að flestar þessar lausnir B og D hljóma eins og barbabrellur, hún hefði heyrt þetta allt áður og lagði til að formenn flokkana settust niður ynnu saman að því að komast niður á eina lausn um vanda heimilana og verðtryggðu lánana.
Og þar er nefnilega lausnina að finna. Að setjast niður, vinna saman að lausnum í stað þess að snúa kosningabaráttunni upp skrípaleik keppnisíþróttar þar sem enginn vinnur en allir tapa og þá sérstaklega fólkið í landinu því það líður fyrir þegar foringjarnir haga sér eins og hanar, hver á sínum hól um hver hæst getur gólað og verða þar með sér og sínum flokkum eingöngu til háðungar.
Fólkið í þessu landi þarf stjórnmálamenn sem geta unnið saman og virt sjónarmið hvers annarss án þess að gera alþingi íslendinga að morfískeppni þar sem allt snýst um að vera sem bestur í rökræðum. Þingið er enginn vettvangur fyrir þannig skrípaleik og almenningur er orðinn langþreyttur á slíkri heðgun. Þingið er vettvangur fólks sem á að vinna saman að því að leysa þau vandamál sem þarf að leysa í þágu þjóðarinnar allra og til þess eru þeir einstaklingar sem komast á þing kosnir til að gera en ekki til að hreykja sér sem hani á haug og góla sem hæst og lengst því það sýndi sig á síðustu dögum fyrir þinglok að ekki jók það virðingu almennings fyrir þinginu eða þeim sem þar sitja. Þessu þarf að breyta og verður aðeins gert hjá þeim sem þar sitja.
Kjósendur þurfa líka að vera meðvitaðir um hverja þeir velja á þing fyrir sína hönd. Það að velja hanann á hagunum sem gólar sem lengst og hæst eða fólk sem kýs að vinna saman með hag þjóðarinnar að leiðarljósi og virðingu fyrir fólkinu sem valdi það í þetta starf, sjálfum sér og þeim sem með þeim sitja á alþingi. Aðeins þannig verður virðing fólksins fyrir alþingi endurheimt.
Það er í þínum höndum kjósandi góður, hvort þú villt starfhæft þing sem þú getur verið stoltur yfir að hafa kosið þér og borið virðingu fyrir eða hvort þú villt samskonar þing og skildi við núna rétt fyrir páska þar sem voru fjögur fjós, fjórir fjóshaugar, fjórir hanar sem allir reyndu að yfirgnæfa hvern annann meðan bóndinn stóð á milli og barði í tóma tunnu svo glumdi í öllu daga og nætur.
Það er í þínum höndum kjósandi góður og það er í þínum höndum frambjóðandi góður hvort þú villt ná virðingu alþingis á hærra plan eða halda því þar sem það er því að gerist ekkert nema með samvinnu en ekki samkeppni.
Hafið það í huga…