Ungir framsóknarmenn hafa farið í herferð sem á að hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað í komandi kosningum. Það er í sjálfu sér hið besta mál og ættu allir að hvetja ungt fólk til að vera meðvitað um stjórnmál og um hvað þau snúast en það þarf að gera það á réttum forsendum. Forsendum sem ofbýður ekki siðferðiskennd fólks, eru meiðandi eða gerð af illgirni.
Nýjasta útspil Ungra framsóknarmanna verður síst af öllu til þess að vera hvatning til ungss fólks að kjósa, nær væri að segja að kjánahrollur frá helvíti liðist um fólk sem horfir á þennan óskapnað sem félagið hefur sent frá sér en sýnir á sama tíma hversu lítt þroskað og óforskammað þetta fólk er.
En dæmi hver fyrir sig því myndböndin eru hér að neðan.
Finnst fólki þetta í lagi?