Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata er oft helvíti magnaður í málflutningi sínum á Alþingi og er ekkert að fela sitt álit á því þegar kerfi eru þannig uppbyggð að þau virka hreilega ekki.

Eitt af þeim handónýtu kerfum sem Björn tók fyrir í máli sínu á dögunum varðar Almannatryggingar en það er orðið verra en nokkur malarvegur á Vestfjörðum sem ekki hefur fengið almennilegt viðhald árum saman.

Almannatryggingakerfið er að mörgu leiti verra því það er bæði búið að sauma við það og stagbæta þannig að enginn skilur neitt í því lengur, hvorki þeir sem fara með málaflokkinn, lögin og reglulgerðirnar á Alþingi, í ráðaneytum og þaðan af síður fólkið í þeirri stofnun sem á að vinna eftir því.  Fólkið sem síðan þarf að lifa undir þessum lögum, fast í gildru fátæktar og neyðar skilur þar af leiðandi ekkert í því af hverju kerfið er svona.

Björn Leví sagði að það yrði að taka þetta kerfi og brenna það.
Alveg eins og tölvuforrit sem er búið að sauma og bæta þannig við það að það er nánast orðið ónothæft.  Windows er gott dæmi um slíkan ófögnuð, svo uppfullt af sjálfu sér að ekkert annað virkar sé því bætt við og Facebook er nánast ónothæf ef skrollað er of langt niður því kóðarnir og algórithmarnir éta upp allt örgjörvaafl tölvurnar sem vinnsluminni þangað til allt frýs og krassar.

Það sem þarf að gera er að brenna þetta ómanneskjulega og handónýta kerfi á báli og smíða nýtt og betra almannatryggingakerfi sem hæfir nútímanum áður en illa gefnir og illa innrættir ráðherrar og þingmenn drepa fleira fólk sem neyðist til að lifa af þeim lúsartekjum sem þeim er úthlutað.

Kerfi sem byggir á mannúð og sem er sniðið að fólkinu sem lendir undir því en ekki öfugt og kerfi sem byggir ekki á því viðbjóðslega starfsgetumati sem notað er í Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð og Norgei í dag því það kerfi er algjörlega ómengaður íhalds, nýfrjálshyggjudraumur auðvaldspésa sem eiga hvorki til mannúð né samhyggju með öðrum.

Brennum þetta strax með því að kjósa ekki Framsókna, Sjálfstæðis, Vinstri Græn, Viðreisn eða miðflokkinn í kosningunum í haust.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni