Kaupmaðurinn og bankastjórinn

Ýsuflök.

Ýsuflök.

Undanfarið hefur fólk verið pósta á samfélagsmiðla ágætri kómedíu sem sýnir hvað þjónustugjöld bankana eru fáránleg í alla staði.
Ég ákvað að láta þetta flakka hérna því það mundi heldur betur heyrast í fólki ef fisksalinn mundi haga sér með sama hætti og bankarnir.

Bankastjóri kemur inn í fiskbúð.
B: – Góðan daginn hr. fisksali
F: – Góðan daginn hr. bankastjóri, hvað má bjóða þér í dag?
B: – Hvað kostar nætursöltuð ýsa?
F: – Hún kostar 2000 kr. kílóið
B: – Þá ætla ég að fá eitt kíló takk.
F: – Já það gera 2500 kr.
B: – En þú sagðir að kílóið kostaði 2000 kr.
F: – Afgreiðslugjald er 500 kr.
B: – Nú jæja, gerðu svo vel, hér er fimmþúsundkall.
F: – Takk fyrir, hérna kemur nætursaltaða ýsan og afgangurinn
B: – Nei ! Bíddu hægur, hérna eru bara 2000 kr., það vantar 500 kall uppá
F: – Við erum með 500 kr. gjald fyrir að skipta peningum.
B: – Þetta er bara dónaskapur hr. fisksali !!
F: – Laukrétt hr. bankastjóri.

Er ekki komin tími til að stoppa þessa vitleysu af?
Bankarnir græða alveg nóg með sína okurvexti á almenningi þó svona kjaftæðis rugl sé nú ekki líka lagt á.

 

Updated: 28. mars 2016 — 10:59