Kæru mótmælandi börn!

Sumt fólk hefur alveg bullandi húmor fyrir hlutunum meðan aðrir sjá hlutina í því samhengi sem þeir raunverulega eru.
Hrafnhildur er ein af þeim sem setja hlutina í samhengi sem allir ættu að skilja og fara eftir.

Kæru mótmælandi börn!
Þar sem þið berjist fyrir loftslagsmálum af svona mikilli einurð er rétt að við foreldrar tökum þátt i þessu með ykkur og hér eftir verður eftirfarandi aðgerðum komið í framkvæmd:
Þið labbið, hjólið eða takið strætó í skólann, íþróttaiðkunina eða annað það sem þið þurfið að komast.
Við minkum við ykkur vikupeninga svo minna sé hægt að eyða í sælgæti og annan óþarfa.
Utanlandsferðum og öðrum óþarfa ferðalögum, þar sem flugvéla er krafist, verður hætt með öllu.
Hér eftir verður eingöngu boðið upp á gönguferðir í næsta nágreni bæjarfélagsins sem þið búið í.
Að sjálfsögðu með nesti, heimasmurt brauð og hið rómaða íslenska vatn.
Endurnýjun á farsímum verður sett veruleg takmörk , aðeins endurnýjað á 4 ára fresti, ef brýna nauðsyn ber til og notkunarreglur verða svo hertar til muna.
Krafist verður að þið nýtið fötin ykkar lengur og farið vel með annað það sem þið nú þegar hafið.
Sturtuferðum á heimilinu og öðrum venjulegum þrifnaði verður að stilla í hóf og gæta þess að nota ekki mikið sjampó eða annan hættulegan efnafarða svo sem andlitskrem og ámóta óþarfa.
Stilla verður í hóf allri tölvunotkun þar sem endurnýjun á þessu hættulegu hlutum stuðlar að mikilli orku- og auðlindanotkun og óþarfa vöku frameftir öllu með tilheyrandi heilsuleysi sem íþyngir samfélaginu seinna meir.
Vona að þið kæru mótmælendur og verðandi stjórnendur og þegnar þessa lands, takið þessum aðgerðum fagnandi.
Við foreldrar ykkar styðjum ykkur heilshugar!

Nú er bara að sjá hvernig blessuð börnin og unglingarnir bregðast við þessum frábæru tillögum foreldra til að minnka kolefnissporið og vernda náttuna.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 19. mars 2019 — 15:21