Jólin í ár

Tómið.

Tómið.

Jólin á þessu heimili verða óhefðbundin í ár.
Hér er ekkert búið að skreyta og verður ekki gert.
Engin jólakort hafa verið skrifuð eða send og verður ekki gert.
Engar gjafir verða gefnar enda ekki til fjármunir í þannig bruðl.
Matur verður á borðum og sem betur fer nóg af honum.

Á aðfangadag verður eldaður góður matur og nóg af honum.
Síðan verður hann borðaður um kvöldið meðan við njótum þess að horfa á kvikmyndir fram á nótt.
Jóladagurinn verður afslöppun í áti og kvikmyndaglápi.

Þegar 25. des rennur upp eru jólin búin hvað mig varðar og mikið djöfull sem ég verð feginn.

Updated: 19. desember 2013 — 11:48