,,Kæri Jólasveinn.
Ég veit að þú ert alltaf svo góður en Solla í hinum bekknum fékk ifone5 í skóinn í gær og Matti frændi hennar fékk gopro myndavél.
Svona byrjar bréf til jólasveinsins sem Neytendasamtökin birtu á heimasíðu sinni og hefur verið deilt hátt í 700 sinnum á Facebook síðan.
Þarna er ungur drengur, Halldór að nafni, sem finnst sveinki mismuna börnum þegar hann gefur í skóinn því sjálfur hafi hann aðeins fengið sokka, mandarínu og nýja tréliti þrátt fyrir að hafa verið mjög góður alla vikuna. Hann lagði á borðið á hverjum degi, vaskaði upp og sótti systur sína á leikskólan.
Hann segir að spyrji hann mömmu sína af hverju jólasveinninn gefi svona mis dýrar gjafir í skóinn verði hún bara reið í út hann. Jólasveininn þar að segja.
Sjálfan langi hann mest í hljómborð og Ipad en segir að mamma hans geti ekki einu sinni gefið honum það í jólagjöf þar sem hún eigi svo lítinn pening.
Þetta er eitt af börnunum sem Vigdís Hauksdóttir og ríkisstjórnin ætlar að skera niður hjá í formi vaxta og barnabóta.
Fallegt af þeim, finnst ykkur ekki?