Innan við 200 þúsund útborgað frá TR þrátt fyrir lygagjamm stjórnmálamanna um annað

Staðreynd sem þingmenn og ráðherrar geta ekki neitað.

Það er staðreynd sem ég og fleiri höfum verið að reyna að koma á framfæri allt síðasta ár, að tekjur öryrkja sem eru eingöngu á bótum frá TR nái ekki 200 þúsund krónum útborgað, sé ekki satt né rétt.  Þeir sem halda því fram og benda á tölur frá Velferðarráðuneytinu að heildartekjur öryrkja séu að nálgast þrjú hundruð þúsund eru einfaldlega ekki alveg með á nótunum eða hreinlega hafa ekki vit á því hvað þeir eru að segja því þeir taka með allar aukagreiðslur sem hægt er að telja inn sé viðkomandi einhleypur og búandi á íslandi.  Þeir sem búa erlendis fá bara strípaðar bæturnar og ekki krónu meir eins og meðfylgjandi mynd af „launaseðli“ TR frá því fyrsta janúar síðastliðin sýnir alveg skýrt og greinilega.

Öryrkjar þurfa almennt að sitja undir ótrúlegustu fordómum um að þeir hafi það svo gott á bótum að þeir eigi ekki skilið að fá meiri hækkannir en þeir þegar hafa fengið en staðreyndin er sú, sama hvað hver segir, að öryrkjar flokkast sem sárafátækir ef miðað er við framfærsluviðmið dagsins í dag þar sem húsnæðisliðurinn er ekki tekin með í dæmið hjá Velferðarráðuneytinu.  Þar vantar amk 200 þúsund í viðmiðið til að allrar sanngirni væri gætt.

ÞIngmenn sem fjalla um málefni öryrkja og aldraðra þurfa að kynna sér hlutina beint frá samtökum öryrkja og aldraðra, fá að skoða „launaseðla“ öryrkja til að sjá svart á hvítu hvernig allt er rifið af þessum þjóðfélagshópi sem hægt er að rífa af þeim í formi skerðinga og skatta, svo maður tali nú ekki um þjófnaðinn sem er króna á móti krónu skerðingin.

Þeir sem lesa þennan pistil mega endilega deila honum meðal þingmanna og ráðamanna þjóðfélagsins því hann sýnir svart á hvítu að útborgaðar tekjur örykja sem býr erlendis ná ekki 200 þúsund útborgað og það eru hundruð, ef ekki þúsundir sem þurfa að lifa á þessum tekjum meðan sjálfumglaðir þingmenn og ráðherrar gjamma og gelta í sjálfshóli og sjálfsblekkingu að þeir hafi nú hækkað bætur til öryrkja í 280. þúsund krónur á mánuði, vitandi að þeir eru að ljúga blákalt framan í fólkið sem nær ekki 200. þúsund krónum útborgað.

Svona vinnubrögð og svona lygaþvætting þarf að stoppa með staðreyndum.