Vegatollar í og úr höfuðborginni standast ekki nánari skoðun.

Svarthol Hugans

Vegatollar í og úr höfuðborginni standast ekki nánari skoðun.

Skoðað: 2330

Hann er dýr bensíndropinn á íslandi.

Ef við skoðum aðeins hvernig álagningin er á bifreiðaeldsneyti er í dag í landinu kemur nokkuð fróðlegt í ljós.
Hér að neðan eru upplýsingar um skattlagningu á eldsneyti.

95 okt
Skattar
+Fastir Skattar: 109.87 ISK
Með VSK: 147.69 ISK
Heildarskattur: 107.53 ISK

Úrvinnslukostnaður 5.42 ISK
Mismunur 42.29 ISK

55.03% af verði eru skattar
Bensínskattur : 23.86 ISK
Sérstakur Bensínskattur : 38.55 ISK
Kolefnisskattur : 7,3 ISK
VSK : 24%

Dísel
Skattar
+Fastir Skattar : 102.89 ISK
Með VSK : 139.1 ISK
Heildarskattur: 98.94 ISK

Úrvinnslukostnaður 5.42 ISK
Mismunur 42.58 ISK

52.88% af verði eru skattar
Olíuskattur : 54.88 ISK
Kolefnisskattur : 7,85 ISK
VSK : 24%

Skoðum svo innkaupsverðið.

Lykiltölur
WTI Hráolía : 53.17 USD
–38.46 ISK Per liter
Brent Hráolía : 55.52 USD
–40.16 ISK Per liter
Verð á 95 Okt : 195.4 ISK
Verð á Dísel : 187.1 ISK
Gengi Gagnvart USD : 115

Nánar er hægt að skoða þetta hérna.

Það eru engar smáræðis upphæðir sem koma í ríkiskassann vegna skatta og álagningar á eldsneyti hér á landi og það er ekki nokkur einasti möguleiki fyrir Jón Gunnarsson samgöngumálaráðherra að réttlæta að leggja á vegatolla þar sem fólk er þegar búið að greiða fyrir vegina í formi ofurskattlagninga á eldsneyti og eins með bifreiðagjöldunum.

„Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.

VIÐ ÓSKUM EFTIR ÞINNI HJÁLP

MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉRNA

Skoðað: 2330

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

komment