Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Hvatning til Vinstri flokkana í landinu

Posted on 30. apríl 2013
Sigmundur fékk stjórnarmyndunarumboðið.

Nú er það ljóst að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur fengið umboð Forseta Íslands til að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn, langar mig prívat og persónulega, að hvetja vinstri flokkana sem náðu fólki á þing í kosningunum, Samfylkinguna, VG, Björt Framtíð og Pírata, að setjast niður og reyna að finna sameiginlegan grundvöll til að mynda meirihlutastjórn með Framsóknarflokknum.  Ástæða þess að ég óska þess, er sú staðreynd að þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé stæðsti flokkurinn á alþingi ásamt Framsókn er sú einfalda staðreynd að Sjálfstæðismenn og þá sérstaklega Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, hefur sýnt af sér gífurlegan hroka, bæði í kosningabaráttunni og þá ekki síst eftir fund með Forsetan Íslands í gær, þegar hann nánast heimtaði að hann fengi umboðið strax þann sama dag  svo hann gæti farið að semja við Framsóknarflokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn á ekki bara sjálfsagðan rétt á því að ganga inn í stjórn landsins.  Sjálfstæðisflokkurinn þarf fyrst og fremst að gera upp 18 ára valdaferil sinn sem leiddi til þjóðargjaldþrots og sýna af sér auðmýkt fyrir fólkinu í landinu og læra þá lexíu að fólkið sem tekur að sér að leiða þann flokk er ekki borið og barnfætt til að stjórna landinu.  Það er lýðræði á íslandi og þeim ber að virða það sem og óskir fólksins sem kýs  þá á þing.

Það er því þess vegna sem ég biðla til vinstri aflana  að semja sín á milli um áherslur sem yrðu til þess að hægt væri að mynda meirihlutasamstarf með Framsókn og skilja Sjálfstæðisflokkinn einann eftir í stjórnarandstöðu.

Það væri mikill akkur að því fyrir þjóðina alla.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme