Ég fór aðeins á spá í það eftir að Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kom með einhverja þá arfavitlausustu hugmynd sem ég hef á ævinni heyrt, að útrýma öllum viðskiptum með reiðufé, hreinlega banna það til að koma í veg fyrir spillingu.
Fyrst gapti ég yfir þeim fullyrðingum sem hann setti fram en síðan sprakk ég úr hlátri því auðvita þarf að koma öllum viðskiptum í rafrænt form, helst í gegnum Borgun svo Engeyjarættin græði nú sem mest á þessu fyrirtæki sem þeir fengu á skítprís, nánast gefins frá þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Ben.
Hvernig færi nú ef allir launþegar tækju sig saman og gerðu einu sinni eitthvað sem væri skynsamlegt og vitrænt til að sýna Bensa, Bjarna Vafningi og Engeyjarættinni ásamt bankamafíunni að svona lagað verður ekki liðið og fara í bankann á útborgunardegi og taka út öll sín laun í reiðufé?
Hvað ætli mundi gerast?
Hafa bankarnir og útibúin nóg lausafé til að greiða slíkar upphæðir út?
Hvað áhrif hefði þetta á kortafyrirtækin?
Hvaða áhrif hefði þetta á verslun í landinu?
Þetta er eitthvað sem þarf að gerast nokkra mánuði í röð, helst svona sex til átta mánuði til að áhrifin kæmu fram að fullu.
Bíð spenntur og fylgist með hvort það væri hægt að efla samstöðu landsmanna til að framkvæma þetta.