Ég er að spá í að fara að velta upp mögulegri framtíðarsýn og allskonar undir liðnum „Hvað ef?“
Kanski best að byrja á að velta því upp hvað ef það fer að gjósa á Reykjanesi, hvar brýst kvikan upp?
Nú þegar það eru komnar sprungur í afleggjarann að HS Orku þar sem landið hefur greinilega færst aðeins til eftir myndum að dæma, gæti farið að gjósa á því svæði og Grindavíkurvegur lokast?
Gæti farið að gjósa í Fagradalsfjalli og hraun runnið yfir Suðurstrandarveg eða þá í Henglinum eða Litla Hrút og Reykjanesbrautin lokast?
Kanski gæti kvikan þrengt sér í gegnum sprungur og bergganga til norðurs og austurs og komið upp á Bláfjallasvæðinu, Krísuvík eða hreinlega bara í Hafnarfirði.
Spyr sá sem ekki veit en fylgist með úr góðri fjarlægð.