Fyrir nokkrum árum var umræðan í kringum pólitíkina með þeim hætti að gert var góðlátlegt grín að verstu spillingarpésunum á alþingi þó svo einn og einn skrifaði eða talaði um þá með þeim hætti að ekki var hægt að túlka það öðruvísi en að viðkomandi ráðherra eða þingmaður væri hataður heitt og innilega af viðkomandi. Helst sá maður það bitna á Davíð Oddssyni, Geir H. Haarde, Birni Bjarnasyni og æðstu ráðherrum og formönnum Framsóknar, Samfylkingu og VG þó aldrei væri sérlega djúpt á því hatri.
Í dag er staðan orðin önnur. Rótgróið hatur er að myndast hjá þjóðinni í garð einstakra stjórnmálamanna og þá sér í lagi gagnvart þeim ráðherrum sem nú sitja á þingi. Nú er það ekkert góðlátlegt grín sem fólk dembir yfir svikarana sem lofuðu að standa vörð um heimilin næðu þeir kosningu árið 2009. Nei það er hreint og tært hatur sem núna logar í hjörtum og huga fólks yfir þeim svikum sem dunið hafa yfir öryrkja og aldraða, atvinnulausa sem og þeim sem misst hafa allt sitt í stjórnartíð þeirra sem nú sitja og lofuðu öllu fögru. Svikin eru alltaf afsökuð með þeim orðum að hér hafi orðið algert fjármálahrun en það gengur ekki lengur.
Bankarnir og lífeyrissjóðirnir moka nú inn hagnaði svo skiptir tugum miljóna á hverjum einasta degi og ofurlaun og feitir bónusar eru á góðri leið með að sjást aftur hjá siðspilltum stjórnendum þeirra stofnanna.
Stjórnvöld halda hlífiskildi yfir fjármálastofnunum meðan fólkið í landinu er að sligast undan sköttum og álagningum sem aldrei hafa verið eins miklar eða launin eins lág og um þessar mundir. Fólk er hætt að hafa efni á því að kaupa í matinn síðustu daga mánaðarinns og sumir hafa varla efni á því þegar búið er að greiða fyrir leigu, hita, rafmagn og aðra reikninga.
Að hata er vond tilfining en illviðráðanleg. Þegar fólk situr heima hjá sér, (þeir sem eiga heimili það er að segja) og getur ekki leyft sér nokkra afþreyingu eða getur ekki sinnt sínum áhugamálum, fer það að hugsa um af hverju það sé í þessari stöðu. Það vinnur myrkrana á milli og jafnel heilu helgarnar til að endar nái saman yfir mánuðinn og það fyllist vonleysi, sér enga framtíð í að strögla áfram ár eftir ár án þess að kjör þess batni. Þunglyndið eykst og hatrið á þeim sem ábyrgðina bera eykst með hverjum degi. Hatur sem svíður í sálina og dregur orku frá fólki sem sekkur niður í þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingar.
En á meðan fólkið í landinu líður fyrir láglaunastefnu, sérhagsmunagæslumannana sem sitja á alþingi íslands, vex og grær hatrið í þjóðarsálinni. Hvað gerist eftir kosningar? Fáum við aftur 1999 til 2008 stórnarfarið? Sjálfstæðisflokk og Framsókn?
Allar vættir forði okkur frá þeim hryllingi.
Að fá yfir okkur tvo ræfla sem aldrei hafa unnið ærlegt handtak á æfinni og þekkja ekkert til kjara almennings í þessu landi en stíga fram stútfullir af sjálfsánægju og hroka og reyna að telja almenningi trú um að þeir séu allir af vilja gerðir til að bæta kjör fólksins í landinu. Tveir verstu drullusokkar, hræsnarar og siðspilltustu gulldrengir íslands, Bjarni Ben og Sigmundur Davíð. Báðir fæddir með silfurskeið í kjafti og gullgaffal í görn.
Nei það fyrsta sem þessir drengir gera verður að færa yfirstétt íslands meiri skattalækkannir á kostnað þeirra sem minnst hafa og þeir koma aldrei til með að bæta kjör aldraðra og öryrkja enda er sá þjóðfélagshópur ekki til fyrir þessum gulldrengjum.
Kjör almennings eiga bara eftir að versna komist þessir drengir til valda og það er vitað að spillingarslóðin eftir Bjarna Ben er allt annað en falleg og þó svo hann sjái ekkert rangt við það sem hann hefur gert þá gerir allt hugsandi og heiðarlegt fólk það. Það sér siðspilltann og siðlausan mann þar sem Bjarni fer og veit að hann segir aldrei sannleikann en dulbýr mál sitt með þeim hætti að autrúa vesalingar taka mark á þeim lygum sem frá honum koma og á það stólar hann til að ná þeim völdum sem hann þráir.
Sigmundur (kögunarbarn) Gunnlaugsson er mest og best þekktur fyrir það hvernig pabbi hans komst með óheiðarlegum hætti yfir miklar eignir sem honum vorum færðar á silfurfati af vinum sínum í Framsókn á sínum tíma. Sigmundur er skilgetið afkvæmi föður síns og síst betri þegar kemur að siðferðinu.
En haldi fram sem horfir er hætt við blóðugri byltingu í okkar litla landi og því miður er mjög stutt í það. Þeir sem bjóða sig fram til þings þurfa þokkalega að fara að hugsa sinn gang því nú gengur ekki lengur að ljúga að fólki, svíkja það og stela af því eins og gert hefur verið allt þetta kjörtímabil. Það er ekki lengur spurning hvort það verði bylting sem endar með því að einhverjir eiga eftir að láta lífið, aðrir örkumlast og margir slasast þegar að því kemur, heldur hvenær.
Nema þingmenn og ráðherrar fari að taka sig saman og bæta kjör fólksins í landinu og hætta að hygla sér og sínum. Breytinga er þörf ekki seinna en strax.