Hótað atvinnumissi um alla framtíð ef þeir segja frá

Sjómenn að störfum. Mynd fengin af bloggi Niels Ársælssonar.

Sjómenn að störfum.
Mynd fengin af bloggi Niels Ársælssonar.

Kúgun og hótanir í garð starfsfólks af hendi eigenda og stjórenda fyrirtækja í sjávarútvegi er eitthvað sem flestir sem starfa í greininni þekkja, bæði á eigin skinni og af afspurn en enginn er tilbúin að tala um það.
Fólk þorir ekki að opna á sér munninn og tala um hvernig það er svindlað og svínað á þeim af því eigendur útgerðana hóta þeim atvinnumissi og að viðkomandi einstaklingar og jafnvel fjölskydur þeirra geti aldrei fengið vinnu hjá neinu útgerðarfélagi í framtíðinni ef það talar á neikvæðan hátt um fyrirtækið, útgerðina eða eigendur hennar.

Maður hefur heyrt af þessu en ekki lagt mikin trúnað á að þetta geti hreinlega verið satt.
Síðan stíga fram sjómenn sem segja að heilu áhöfnunum á fiskiskipum hafi verið hótað brottrekstri og að þeir fái aldrei vinnu sem sjómenn ef þeir kjafti frá því brottkasti og því svindli og svínaríi sem oftar en ekki á sér stað í því lokaða samfélagi sem skipsáhafnir eru.

Enginn foringi tekur upp hanskann fyrir sjómenn, ég veit um eina ástæðu!  Útgerðarmaður og skipsstjóri hafa hótað því að sjómenn muni verða skikkaðir til að greiða félagsgjöldin í önnur félög ef það heyrist svo mikið sem hósti í foringjanum.  Þessi ónefndi foringi hefur ekki baklandið, sjómennina,  með sér og þess vegna getur hann ekki beitt sér í því að laga kjör sinna félagsmanna.
Ekkert félag er sterkara, en veikasti hlekkurinn!  Þess vegna verða sjómenn að vakna, rífa af sér hlekki þrælsins, þó ekki nema væri fyrir syni sína og dætur.

Hér er eitt dæmi af samfélagsmiðli sem segir mjög mikið um þetta mál.

Eitt sinn þegar fyrrum nemendur mínir voru að segja frá hve mikið brottkast væri um borð í íslenskum fiskiskipum spurði ég hvers vegna enginn þeirra segði frá því sem þeir hefðu upplifað. Allir voru sammála um að þá fengju þeir ekki vinnu í íslenska flotanum framar.

Maður spyr sig hvernig sjómenn og verkafólk í landi geti lagst svona lágt að þagga þetta niður?
Ef stórir hópar fólks tækju sig saman og ræddu þessi mál opinberlega, skrifuðu í blöðin og nýttu sér tæknina til að taka upp hótanir yfirmanna sinna, þá mundi margt breytast til batnaðar í þessu þjóðfélagi því meðan fólkið þegir og lætur kúga sig, þá lagast ekkert.  Hvorki kjör þeirra né annað.

Hvernig ætli sjómönnunum sem unnu málið fyrir hæstarétti á dögunum gegn sínum útgerðum vegni á næstu árum?
Ætli þeir fá nokkurntíma vinnu sem sjómenn framar?

Sóknarhópurinn ætlar meðal annars að taka á þessum málum og það er hagur okkar allra í húfi að kvótakerfið verði afnumið hið snarasta því staðreyndin er sú að síðan það var tekið upp á sínum tíma, hefur allt verið á bullandi niðurleið í þjóðfélaginu meðan útgerðirnar og greifanir sem þær eiga, fitna eins og púkinn á fjósbitanum á kostnað almennings með hótunum og kúgun starfsfólksins sem hjá þeim vinnur.

Eina fólkið sem getur breytt þessu til batnaðar er þjóðin.

Ég og þú.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 28. mars 2016 — 10:40