Þegar við tökum umræðu um ákveðin málefni sem snúa að aðgerðum stjórnvalda sem eiga að vera í þágu almennings í landinu og stjórn landsins, verðum við að hafa ákveðna grunnþætti í huga þegar við förum í umræðuna ef við ætlum að halda okkar hlut og ekki gera okkur að fíflum í augum annara.
Við verðum að kunna að horfa hlutlaust á það sem er í gangi, það er að segja ekki láta stjórnast af flokkspólitískum skoðunum eins og svo margir gera því með því einu er fólk búið að stimpla sig út því þeir sem vitna aðeins í flokkslínuna og dásama foringjana stjórnast ekki af rökhugsun og verða því aldrei viðræðuhæfir því þeir hafa ekki getu né vit til að ræða málin af skynsemi og raunveruleikaskynjun því hvorugt er til staðar.
Rökhugsun felst í því að átta sig á því hvort um er að ræða sannleika eða lygar í þeim málflutningi sem fjallað er um hverju sinni og þá verður líka að skoða málin frá öllum hliðum, finna rök með og á móti og þá fyrst getur fólk myndað sér raunhæfa og skynsama skoðun sem mark er á takandi.
Skynsemi er almenn en maður hefur hvað eftir annað orðið vitni að því hvernig skynsamasta fólk kolfellir sjálft sig vitsmunalega með því að setja fram stuðningsyfirlýsingar við málefni sem eru svo frámunalega heimskuleg að öll skynsemi ætti að segja þessu fólki að halda sér saman. Það er eins og það hendi allri rökhugsun og raunveruleikasýn í ruslið ásamt virðingu annara fyrir þeim.
Raunveruleikaskynjun er að sjá og átta sig á hvernig einstaka aðgerðir stjórnvalda, ráðherra, þingheims og nánast hvers sem er í stjórnunarstöðu hafa neikvæð áhrif á alla starfsemi þjóðfélags, fyrirtækja og einstaklinga en þá þarf rökhugsun að vera til staðar og einnig hlutleysi til að tengja alla punktana í saman og fá út heildarmyndina.
Sá sem getur séð td. aðgerðir stjórnvalda, (sem dæmi afnám tolla á allar vörur nema matvæli) á hlutlausan hátt og beitt rökhugsun og skynsemi til að sjá með raunveruleikaskynjun sinni að slíkar aðgerðir eru ekkert að hjálpa þeim tekjulægstu í þessu þjóðfélagi eru svolítið á réttu róli.
Þeir hins vegar sem dásama þessar aðgerðir stjórnvalda út frá tilfiningarökum af þeir hafa kosið núverandi stjórnarflokka, eru flokksbundnir þeim eða einfaldlega vegna heimsku sinnar trúa því að þetta séu frábæarar aðgerðir eru með öllu óviðræðuhæfir því þeir hafa ekki þessa fjóra grunnþætti til að bera.
Þeir sem halda að það sé ódýrara að bjóða út til peningabraskara og gróðafyrirtækja heilsu almennings í landinu fara með himinskautum í heimsku sinni.
Þeir sem halda að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að innan við 100 einstaklingar fái að stinga öllum arði af auðlindum þjóðarinar í eigin vasa eru vaðandi í fjóshaugi heimskunar og eiga eftir að drukna þar, slippir og snauðir vegna eigin fáfræði og heimsku.
Lygarar munu alltaf geta haft áhrif á einfaldar og trúgjarnar sálir og það sáum við svo sannarlega eftir síðustu kosningar þar sem almenningur í landinu lét hafa sig að algjörum fíflum af fólki sem svífst einskis til að koma sínum sjúku og spilltu rössum í ráðherrastólana.
Það verður alltaf til þannig fólk. Fólk sem trúir öllu sem að því er logið og anar því beint út í næsta kviksyndi sem það kemst aldrei upp úr. Sumir bölva því að hafa látið teyma sig þangað en aðrir halda áfram að dásama lygarana sem kom þeim þangað þar til þeir drukkna í skítnum í sinni sælu trú á lygarana.
Lygararnir fá sem betur fer alltaf fyrir rest að kenna á eigin orðum og verkum, en það þarf alltaf einstaklinga sem hafa þessa fjóra kosti sem áður er talið til að draga fram sannleikann sem lygarinn forðast.
En þó fólk noti alla þessa þætti, tengi punktana og fái út heildarmynd, þá verður hún aldrei sönn fyrr en viðkomandi verður heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðrum.
Þeir sem halda að ísland og íslendingar séu best í heimi eru ekki einu sinni svara verðir.