Ýmislegt er hægt að segja um Ragnheiði Elínu Árnadóttur, ráðherra ferðamála í núverandi ríkisstjórn, en að halda því fram að hún hafi komið miklu í verk í sinni ráðherratíð er ekkert annað en argasta lygi. Þegar það kemur úr munni hennar sjálfrar í viðtali sem hún var spurð út í verk sín, þá spyr maður hreinlega að því hvar hún hafi verið síðustu þrjú árin, því við sem höfum fylgst með ástandinu í ferðamálum í landinu sjáum allt aðra hlið heldur en hún gerir enda sjáum við sem fylgjumst með og förum um landið okkar, að það er allt í hreinni og klárri niðurníðslu þar sem ferðamannastraumurinn er mestur og ekki farandi á suma staði þar sem hland og saur er upp og út um allt þar sem ekki er um salernisaðstöðu að ræða.
Ég persónulega hef komið að ferðamönnum úti í vegköntum, úti í vegskurðum og bak við stokka og steina hér og þar að skíta og míga af því þeir hafa ekki fundið sér annað afdrep til að gera þarfir sínar en þar sem þeir geta stoppað farartækin.
Síðast í dag varð ég vitni að því á Hellisheiðinni að erlend kona rauk út úr bílnum og settist á hækjur sér úti í hrauninu til að tappa af. Hvort það var aðeins númer eitt veit ég ekki enda staldraði ég ekki við til að kanna það.
En útreiðin sem REÁ fær á Vísi er bæði réttmæt og sönn enda er fátt ömurlegra og óheiðarlegra en ráðherra sem hælir sjálfum sér fyrir illa unnin verk eða engin. Það á vel við um REÁ, ráðherra ferðamála í þessu tilfelli.
Hér að neðan má sjá umsagnirnar við fréttina á Vísir.is.