Hjólasumarið 2020

Ég hef verið lítið aktívur í sumar og ekki hjólað neitt sérstaklega mikið enda hefur heilsan og efnahagurinn ekki verið í neitt sérstaklega góðu ástandi.
Það er samt komið að lokum þessa tímabils og ég reikna með að taka hjólið af skrá hvað úr hverju enda ólíklegt að maður hjóli mikið meira þetta haustið hvort sem er en ætla að skella hér fyrir neðan þeim túrum sem ég trakkaði í sumar þó fáir séu og frekar stuttir og lítið af myndum sem fylgja þeim.

Fyrsti túrinn var trakkaður þann 8. maí í vor þegar skroppið var í heimsókn til vinafólks en því miður gleymdist að taka heimferðina.

 

 

Daginn eftir var skroppið í stutt roadtrip um næsta nágreni, kíkt á loppis í Sunnemo og komið við í kaffi hjá vinafólki sem er með íslenska hesta ekki langt frá þar sem við bjuggum.

 

21. maí, uppstigningadagur fór í skemmtilega ferð með nokkrum góðum stoppum þar sem bara var notið í botn að hjóla og vera til í blíðskaparveðri og hita.

 

 

Dagsferð.

 

Dagsferð.

 

Dagsferð.

Svo var það lengsti túr sumarsins þegar hjólin voru flutt á nýjan íverustað.

 

Eins og áður hefur verið tekið fram voru ekki allir túrar sumarsins trakkaðir og vantar nokkra túra þarna í auk allskonar smárúnta sem tók ekki að trakka.

 

 

 

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 12. október 2020 — 10:08