Hér verður annað hrun komist þessi flokkur til valda. Stefnan hefur ekkert breyst frá árinu 2002

Smellið til að stækka.

Lygaáróður í sinni allra verstu mynd.

Enn á ný birtir Sjálfstæðisflokkurinn stærðar auglýsingu í nafni Bjarna Ben formanns flokksins, þar sem dregin er upp ljót mynd af ástandinu í landinu í tíð núverandi stjórnar og hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vera frábær á nýju ári og laga allt sem miður hefur farið á síðustu fjórum árum komist hann til valda.
Þar segir meðal annars; ,,Á nýju ári fáum við tækifæri til að segja skilið við stjórnarhætti sem hafa kostað fyrirtæki og heimili landsins allt of mikið!“

Enn einu sinni neitar Sjálfstæðisflokkurinn að horfast í augu við þann ljóta sannleika, að staðreynd er á því hvernig komið er í dag, er algerlega þeirra sök enda þeir hugmyndasmiðirnir að þeirri helferðarstefnu sem setti þjóðina í þá stöðu sem hún er í dag.  En á það má alls ekki minnast því fólk á og má ekki muna það og það er líka gleymt og grafið í huga flokksmanna því í sömu auglýsingu kemur skýrt fram, að það á að koma þeirri helstefnu frá 2002 á aftur þegar flokkurinn kemst aftur til valda.  Og það gerist nema almenningur fari að hugsa rækilega sinn gang fyrir komandi kosningar og sjá hvernig lygaáróðurinn er gegnumgangandi hjá þessum spilltasta stjórnmálaflokki landsins.

Á nú að draga öll 2007 trixin upp úr töfrahatti frjálshyggjunnar á ný og selja bankana og ríkisfyrirtækin til fjárglæframanna og vildarvina flokksins eins og gert var á árunum 2002 til 2007?
Bjarni lofar engu um að aflétta krepputilstandinu sem meginn þorri Jarðarbúa býr við í dag.  Ef það á að lækka skatta, hvað á þá að skera niður á móti? Því að varla ætlar Bjarni að auka hallann á fjárlögum. Heilsugæslan er fjársvelt, búið er að skera niður í kviku á sjúkrahúsunum, menntakerfið er í fjársvelti og svo framvegis.  Þetta eru stærstu útgjöldin.

Þessi loforð ganga ekki upp nema það kom fram nákvæmlega hvar hann ætlar að skera niður og það er öruggt að ekki verður skorið niður í ríkisrekstrinum því þrátt fyrir göfug loforð þegar flokkurinn var síðast við völd óx og dafnaði ríkisbáknið sem aldrei fyrr.

Bjarni hefur gert öllum ljóst að Íhaldið muni færa skattakerfið aftur í fyrra horf,  þ.e. að lækka skatta á þá sem hafa það gott og flytja þá yfir á þá versettu eins og Davíð Oddsson gerði á sínum tíma.  Hann hefur líka gert það ljóst að þeir muni skera niður verulega sem þýðir einfaldlega að það verður skorið niður í velferðarkerfinu, þó þeir hafi verið að rembast við að benda á atriði sem eru ákaflega léttvæg í heildar myndinni, og svo er hópur áhrifamikilla Sjálfstæðismanna að gæla við að koma hér á flötum 20% skatti sem gengi endanlega frá velferðarkerfinu.

Þetta er aðeins brot af því sem við kæmum til með að sjá gerast ef Sjálfstæðismenn komast aftur til valda hér á landi.

Er það virkilega það sem þjóðin vill?

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 30. desember 2012 — 16:21