Það er með hreinum ólíkindum að fylgjast með störfum Alþingis og þó sér í lagi því gjörspillta ráðherraliði sem hér stjórnar landinu.
Grímulaus hagsmunagæsla og spilling eru þeirra ær og kýr og ekkert sem getur breytt því eins og staðan er í dag enda íslendingar huglausar gungur sem annað hvort neita að horfast í augu við ástandið eins og það raunverulega er eða þá fylgja stjórnarflokkunum í algerri blindni, heimsku og aumingjaskap.
Nóg er af fólki sem skrifar á netið, (undirritaður einn af þeim) og lýsir ástandinu eins og það er meðan aðrir í sinni blindni og heimsku éta allt hrátt sem frá stjórnarflokkunum kemur og æla því og drulla yfir landsmenn sem sannleikur sé. Slíkir einstaklingar eru að mínu viti svikarar við landa sína og þjóð sína því með blekkingum og lygum lýsa þeir ástandi þjóðmála á þann hátt að halda mætti að þeir lifðu í landi allsnægta þar sem allir hafa nóg að bíta og brenna og ekkert land í heimi sé með betra velferðar og heilbrigðiskerfi.
Slíkir einstaklingar eru hættulegir.
Stórhættulegir og þeir finnast flestir á bloggi Morgunblaðsins þaðan sem þeir í velþóknun ritstjórnar þess áróðussnepils dreifa lygum sínum yfir landslýð.
Það er hreint ömurlegt til þess að hugsa, nú þegar sýnt er fram á að innan fárra mánaða verði orðið svo gott sem læknislaust í landinu, að almenningur skuli ekki geta staðið saman í því að koma þessari spillingu frá völdum.
Það lýsir svo vel þeirri staðreynd að íslendingar eru fjandakornið engir víkingar heldur vælandi þrælar auðalds og kúgunar því þeir kjósa þetta í stjórn landsins aftur og aftur, þrátt fyrir að vera varaðir við því og væla svo eftir á að ekki sé staðið við kosningaloforðin.
Kosningaloforð sem hver heilvita maður sá að voru ekkert annað en lygar og blekkingar siðblindra og geðveikra einstaklinga sem eru blindaðir af valdafíkn, hagsmunagæslu við sína nánustu og í raun ekkert annað en landráðamenn af verstu sort.
Þetta gerðist 2013 og því miður á það eftir að gerast aftur við næstu kosningar að fólkið hleypur slefandi í sínum aumingjaskap í kjörklefana til að krossa við sama landráðaglæpalýðinn og nú er við völd, í trúgirni sinni á lygaþvættinginn sem þeir koma til með að kokka upp fyrir næstu kosningar.
Sorglegt en satt.