Aldrei í sögu Íslenska lýðveldisins hafa setið á ráðherrastólum annar eins hræsnaralýður og svikahundar við þjóðina eins og um þessar mundir. Þetta fólk sem náði meirihluta í síðustu kosningum laug sig inn á þjóðina með þeim formerkjum að ætla að skapa hér velferðarþjóðfélag þar sem núverandi stjórnarflokkar sóru og sárt við lögðu að þeir mundu sko snúa við aðgerðum þeim sem stjórnin á undan þeim hefði gert í sinni valdatíð, afnema skatta, hækka framlag til aldraðara og öryrkja og efla heilbrigðiskerfið.
Á þeim tveim árum sem þessi stjórn hefur verið við völd hefur þetta allt verið svikið og gott betur en það því almenningur í þessu landi hefur aldrei síðan á átjándu öld haft það jafn skítt og í dag vegna aðgerða núverandi stjórnarmeirihluta undir foristu Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs. Öll þeirra verk hafa einkennst af yfirgengilegum hroka, frekju gagnvart samstarfsfólki sínu á Alþingi og hreint út sagt ótrúlegum dónaskap í garð vinnandi fólks í landinu í þessum vinnudeilum sem sett voru lög á í kvöld því þetta eru fjórðu vinnudeilurnar sem þessi stjórn setur lög á vegna eigin getuleysis og aumingjaskapar.
Því miður er skilningur og gáfnafar þess fólks sem í stjórnarflokkunum situr, á kjörum þess fólks og afleiðingum þess að setja lög á verkfallið, ekkert. Heimska er alltaf leiðinlegt orð að nota en í þessu tilfelli er hreinlega ekki hægt að setja neitt annað orð en heimsku við öll svör og allar skýringar alls þess fólks innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem hefur tjáð sig og talað um þessa lagasetningu.
Þetta fólk skilur ekki að það er með þessari lagasetningu að rústa íslensku heilbrigðiskerfi. Rústa því þannig að þó svo það yrði samið á næstu mánuðum um einhverja hækkunn launa hjá þessum stéttum, þá tæki það áratug að ná sér aftur því þegar fólkið sem starfar við og heldur heilbrigðiskerfinu gangandi er farið þá er ekkert heilbrigðiskerfi eftir.
Og svona heldur þetta áfram hjá stjórnarliðunum. Allt sem hefur verið reynt að byggja upp eftir hrunið sem þessir flokkar voru í raun valdir að á sínum tíma er nú verið að rústa með auðmannadekri, bankabónusum og skattalækkunum á þá sem mestar hafa tekjurnar og best hafa það á kostnað aldraðra og öryrkja.
Ef þessu glæpahyski verður ekki mokað út fyrir þinglok, þá verður hér annað hrun á haustmánuðum.
Er það eitthvað sem almenningur í landinu vill hafa á samviskunni í framtíðinni af því hann gerði ekkert til að koma í veg fyrir það?
Þú ert almenningur. SVARAÐU!