Hátíðarmatur á elliheimili þann 17. júní 2016

Grilluð og sprungin pylsa, 28 bakaðar baunir og sletta af kartöflumús. Mynd: Hildur Ellertsdóttir.

Grilluð og sprungin pylsa, 28 bakaðar baunir og sletta af kartöflumús.
Mynd: Hildur Ellertsdóttir.

Þessa mynd sem fylgir með í pistlinum birti Hldur Eiríksdóttir á Facebook að kvöldi 17. júní síðastliðin undir yfirskriftinni: „Þjóðhátíðarmatur á elliheimilinu“.
Ekki kemur fram hvaða elliheimili er um að ræða en það hlýtur hverjum manni sem sér myndina að vera ljós að þetta er ekki mannamatur sem fólkinu er boðið upp á, á sjálfan þjóðhátíðardaginn.  Maður hefi kanski kastað svona í hunda í grillveislu þegar maður sjálfur hefði ekki meiri lyst á sprungnum pylsum og bökuðum baunum.

En maður fer líka að velta því alvarlega fyrir sér hvernig mat gamalmennin fá á virkum dögum þegar þetta er þjóðhátíðarmaturinn.
Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð og spyrjið ykkur hvort þið munduð bjóða foreldrum ykkar, öfum og ömmum upp á svona lagað sem hátíðarmat.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa