Nú er ekkert annað í stöðunni en hætta öllum viðskiptum við bensínstöðvar N1. Hvort heldur að versla besnín eða vörur hjá þeim.
Ástæðan er góð því nú ætla topparnir þar að fara að greiða sér bónusa ofan á ofurlaun sín.
Í frétt í Viðskiptablaðinu í dag var eftirfarandi:
Forstjóri og framkvæmdastjórar N1 geta átt von á því að fá að hámarki 3 til 4-föld mánaðarlaun að hámarki í formi árangurstengdra bónusgreiðslna á næsta ári. Kaupaukakerfið tekur gildi um næstu áramót. Bónusgreiðslurnar gætu numið frá 6 til um 19 milljónum króna ef miðað er við heildarlaun forstjóra og lykilstjórnenda N1 í fyrra.
Svona vinnubrögð eru ólíðandi enda eru laun þeirra sem vinna á gólfinu margfallt lægri og fólk rétt skrimtir á þeim.
Það er löngu kominn tími til að fólk rísi upp, standi saman og refsi siðblindum stjórnendum fyrirtækja fyrir svona háttsemi og hætti að versla við N1.
Fréttina má lesa hérna.