Þessi pistill er tekinn af gömlu síðunni sem Skandall.is var með og hér endurbirtur í ljósi nýafstaðina kosninga bæði hér á landi og í Bandaríkjunum til að fólk sem kann að hugsa átti sig á því hvað teboðshreyfingin er og hvernig fólk það er sem aðhyllist slíka stefnu sem hægri öflin, bæði hér heima og í BNA eru í raun. Reyndar á þetta við allt hægra fólk hvar sem er í heiminum.
Við rákumst á stórmerkilegan pistil um daginn þar sem fjallað er um Tepokahreyfinguna í Bandaríkjunum og hvernig fólk það er sem aðhyllist slíka stefnu sem róttækir repúblikanar standa fyrir.
Með því að að skoða skilgreiningarnar sem fara hér á eftir er mjög auðvelt að sjá þá stjórnmálaflokka sem aðhyllast slíkar stefnur hér á landi og hvaða stjórnmálamenn ganga hvað harðast fram í að koma þeim í framkvæmd.
Við ætlum að skera aðeins niður heldar pistilinn og taka eingöngu greiningarnar og útskýringarnar og birta hérna en vísum síðan í upprunalega pistlinn neðst í þessari samantekt.
Tepokarnir eru ómenntaðir, illa upplýstir rasistar, sem daðra við fasisma án þess að gera sér grein fyrir því.
Þau hafna ekki bara almennri skynsemi og rökum, þau hafna staðreyndum, þau afneita vísindalegum aðferðum og þekkingarleit, þau taka trúarkreddur fram yfir margreynd sannindi og það sem blasir við allra augum allt í kring.
Ef illa gengur fjárhagslega kenna þau utanaðkomandi um, sérstaklega útlendingum og fólki sem er ekki eins og þau. Þau segjast aðhyllast einstaklingshyggju, en hegða sér eins og hjarðdýr.
Þau skilja ekki hvers vegna grundvallarmannréttindi eru nauðsynleg, fyrir alla, ekki bara fólk af þeirra eigin sauðahúsi.
Það er hægt að sitja á skólabekk árum saman án þess að menntast. Þú getur verið sprenglærður lögfræðingur, kunnað heilu lagabálkana, dómafordæmi, lögjöfnun og hvað þetta heitir. Það er samt bara þekking, ekki menntun.
Þú getur haft doktorspróf í verkfræði og skilið allar heimsins stærðfræðijöfnur. Það er samt bara kunnátta, ekki menntun.
Ljónið veit hvernig á að veiða og drepa bráðina. Það veit hins vegar ekki hvers vegna bráðin fer niður að vatninu eftir að rignt hefur. Það veit enn síður hvers vegna rignir.
Það er munurinn á kunnáttu og menntun.
Menntun felst í því að setja þekkingu í samhengi, að raða saman ólíkri vitneskju úr tíma og rúmi, að skilja samhengi atburða og hegðunar, ekki bara frá í gær, heldur fyrir tíu árum, hundrað árum og þúsund árum.
Í Tepokahreyfingunni er fjöldi langskólagenginna lögfræðinga, en þeir eru samt ómenntað hyski. Fasistarnir vissu þó hvað þeir voru að gera. Þetta fólk skilur ekki hvað það er að gera.
Tungutak okkar er breytt. Undirmálsfólkið getur ekki lengur kennt blökkufólki um eigin vanlíðan, svo að núna tölum við um ólöglega innflytjendur og bótaþega. Og samkynhneigða. Og yfirleitt flesta minnihlutahópa.
Svo höfum við bætt múslimunum við. Það var mikil himnasending. Án þeirra hefðum við bara fátækt fólk að óvinum, innan landamæra og utan.
Þarna er vel lýst ýmsum stjórnmálamönnum, íslenskum, en þó sér í lagi eru öfgafyllri staurblindir og heyrnarlausir fylgismenn þeirra sem af einhverri eðlisávísun fylgja þeim í gegnum hvað sem er án nokkurar gagnríni og verja þá fyrir öllum sem gagnrína orð þeirra og gjörðir. Hundtryggir svo jaðrar við ofstopa væri nær að kalla þá.
En pistil Karls má lesa hér í heild sinni.