Er nema von að maður spyrji. Það hafa verið haldin mótmæli með ræðuhöldum, barsmíðum á búsáhöld og fleira ásamt allskonar uppákomum, en ekki uppáferðum, (enda þætti það sennilega ganga gegn öllu velsæmi ef stundaðar væru uppáferðir í stórum stíl framan við Alþingishúsið og hætt við að lögreglan og víkingasveitin yrðu snarlega kallaðar til ef svo væri), í gegnum tíðina. Það hefur þó ekki skilað miklu, amk ekki síðustu fjögur árin.
Nú hefur verið stofnaður hópur á Facebook sem ætlar að fara algerlega nýja leið í sínum mótmælum en hugmyndin er sú að fólk mæti fyrir framan Alþingi og standi kyrrt í að minnsta kosti hálfa klukkustund, stari á þinghúsið og þegi.
Stundum er sagt að þögnin öskri á mann og við ætlum að láta reyna á hvort það virkar. Þannig ef þú sem þetta lest og finnst þetta áhugavert, smelltu þá á hlekkinn hér að neðan og haltu kjafti með okkur.
Samstöðuhópur gegn aðgerðarleysi þingmanna.
Þögnin. Ljóð eftir Örn Úlriksson.
Þögnin er gullin
sagði gömul kona mér.
Ég sagði: Sjálfvera verður
að tala vilji hún vita
eitthvað sem önnur veit…
Þögn… Skilningur…,…,
Við skulum halda áfram
þessari ferð…Ef þögnin er gulli skrýdd er þá visku nálægt henni að finna?
Er hún gætt frásagnar hæfileikum?
Undrum og dásemdum.
Skilurðu hvað ég er spyrja um?
Hefur þú upplifað visku lífsins?
Hefurðu sannleikann í huga þér?Þögnin er fyrir mér sögumaður.
Lífið er hinn mikli listamaður
„kunstner elegans“.
Ég hugsa, þess vegna er ég til
og ég hugsa, það sem ég er.
Ég reyni ekki að vera
né vil ég vera annað en það sem ég er.
Ég er…Stundin heldur áfram.
Ég er blankur.
Ég hef skoðanir.
Ég er jákvæður með afbrigðum.
Og ég drekk vín og á góðar stundir.
Og verð ekki kjánalegur af sopanum,
þó ég standi á nöfinni á stapanum
þar sem ég les visku lífsins
og er að hugsa um að láta mig svífa fram af huglægt.
Endir…,…,