Framsókn safnar undirskriftum. Er þetta löglegt?

framsoknKludurRakst á þessa stórfurðulegu mynd á netinu af skjáskoti sem tekið hefur verið á farsíma af skilaboðum sem einhverjum bárust frá einhverjum sem er í undirskriftarsöfnun fyrir Framsóknarflokkinn.
Í því stendur meðal annars: ,,Hæhæ, heyrðu framsóknarflokkkurinn þarf að skila inn undirskriftarlistunm til að mega bjóða fram í kosningum 27. apríl n.k.
Væri í lagi að ég skrifaði undir fyrir þína hönd hjá okkur?  Þetta er engin skuldbinding til að kjósa flokkinn, einungis til að veita honum leyfi til framboðs.“

Skilaboðin má sjá með því að smella á myndina hér til hliðar.

En þá spyr ég hvort svona lagað er löglegt?
Mega þeir sem eru að safna undirskriftum hringa í fólk eða hafa samband við það í tölvupósti og SMS og skrifa bara undir fyrir þeirra hönd fáist leyfi til þess?
Eitthvað segir mér að það geti varla verið heldur verði rithönd þess sem skrifar undir að vera hans eigin en ekki einhvers Nonna út í bæ.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 13. október 2013 — 17:34