Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

MYND: Gys.is
MYND: Gys.is

„Flestar manneskjur í heiminum eru góðviljaðar, heiðarlegar og siðsamar. En flestir af þeim sem stjórna okkur eru sjálfhverfir fábjánar. Þetta er sú niðurstaða sem ég hef komist að eftir að hafa starfað við fjölmiðlun um árabil,“ segir George Monbiot, blaðamaður á Guardian sem gagnrýnir áform stjórnvalda harðlega. „Það sem við erum að upplifa er einfaldlega efnahagslegur hernaður ríkra gegn fátækum.“
Þetta er nákvæmlega sama staðan og mun koma upp hér á landi komist Sjálfstæðismenn og Framsókn að völdum eftir kosningar því þessi róttæka hægristefna er nákvæmlega það sem þessir flokkar fara eftir.

Í Bretlandi er núna verið að skera niður í velferðarmálum með þeim hætti að aldrei hefur annað eins sést í vestrænu ríki og má eiginlega kalla þetta afturhvarf til 18 aldar hugsunarháttar þar sem hver og einn varð að bjarga sér meðan yfirstéttin lifiði í óhóflegum vellystingum en almenningur var skattpíndur út í það óendanlega og aldraðir, fatlaðir og öryrkjar upp á sína nánustu komnir ef þeim var þá ekki bara hent út á strætin til að drepast.

Húsaleigubætur munu lækka til muna hjá fjölskyldum sem búa í húsnæði sem ekki er fullnýtt samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda. Þetta ákvæði er kallað „svefnherbergisskatturinn“ en talið er að lækkunin muni hrekja þúsundir fjölskyldna frá heimilum sínum og bitna harkalega á öryrkjum.

Þá verða réttindi fólks til ýmissa bóta skert verulega auk þess sem tenging velferðarbóta við verðbólgu verður afnumin. Þá á að herða reglur gagnvart innflytjendum og skerða rétt þeirra til heilbrigðisþjónustu og ýmissa bóta.

Aðgerðir bresku hægristjórnarinnar þykja svo róttækar að dagblaðið Daily Mail hefur líkt George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, við frjálshyggjukonuna Margaret Thatcher sem varð fræg fyrir að ráðast til atlögu við breska velferðarkerfið á níunda áratug síðustu aldar.

Við skulum í þessu samhengi skoða aðeins stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar en þar segir meðal annars:

Með því að afnema þriggja þrepa tekjuskattskerfi og lækka tekjuskatta – lækka verðið
á innkaupakörfunni og eldsneyti með lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og eldsneytisgjalda.

Með því að afnema þriggja skattþrepa kerfið og setja á flatan tekjuskatt  borga þeir hlutfallslega mest sem minnst hafa og minnst sem mest hafa.  Þetta þekkjum við öll frá því Sjálfstæðisflokkurinn var við völd áratuginn fyrir hrun en verði af þessu núna á þetta eftir að setja þá læstlaunuðu í enn verri stöðu en þeir hafa nokkru sinni verið áður og lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og eldsneyti vegur þar ekkert upp á móti fyrir þá lægst launuðu.  Þetta er gegnum gangandi í gegnum alla stefnuskánna hjá þeim og sannar þá staðreynd, að með því að hamra nógu mikið og oft á sömu lyginni fer fólk að trúa henni.  Nánar hægt að sjá alla stefnuskránna með því að smella hér.

Aðal stefnumál Framsóknar er verðtryggingin og afnám hennar.  Verðtrygging sem Framsóknarflokkurinn sjálfur kom á, á sínum tíma og hefur alla tíð neitað að hvika frá því að afnema hana.
Eins og staðan er í dag er ekki hægt að afnema hana nema ríkissjóður taki á sig allann þann kostnað sem af því hlýst og hann skiptir tugum ef ekki hundruðum miljarða, (einhver nefndi 400 miljarða) og hvar lendir sá kostnaður á endanum?  Jú auðvita á skattgreiðendum í landinu, en ekki hvar?

Svona hóku-pókus loforð sem aldrei er hægt að standa við er eitthvað sem er ekki hægt að taka mark á.  Það er lífsnauðsinlegt að hreinsa spillinguna út af alþingi og það verður ekki gert með því að kjósa hrunflokkana eða fjórflokkinn yfir sig eina ferðina enn því þannig lagast ekki neitt í þessu þjóðfélagi.

Við þurfum nýtt og ferskt fólk inn á þing.  Fólk sem kemur beint úr atvinnulífinu án þess að hafa fæðst með silfurskeið í munni eða gullgaffal í görn og aldrei þurft að vinna ærlegt handtak alla sína tíð.  Venjulegt fólk sem hefur þekkingu á því að vera almennur þjóðfélagsþegn.

Ef við viljum ekki enda í þeirri stöðu sem Bretar eru að gera núna þá verða landsmenn að taka sig saman og vísa Framsókn, Sjálfstæðisflokki, VG og Samfylkingu út úr þingsölum í það minnsta eitt kjörtímabil  eða þangað til þeir hafa lært hvað það er að bera ábyrgð á heilli þjóð ásamt þegnum hennar ófötluðum og fötluðum.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni