Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Sannleikurinn í framboðsmálum Sjálfstæðisflokksins koma æ betur í ljós.
Sannleikurinn í framboðsmálum Sjálfstæðisflokksins koma æ betur í ljós.

Nú má lesa um það í fréttum að skuldastaða íslenskra heimila hafi batnað síðustu misserin og segir í tölum frá Hagstofunni að eigið fé þeirra hafi aukist úr 1.555 millj­örðum króna árið 2010 í 2.194 millj­arða í árs­lok 2013, eða um 638 millj­arða.

Skuld­ir og eign­ir Íslend­inga eru flokkaðar eft­ir ald­urs­hóp­um. Leiðir sú sund­ur­grein­ing í ljós að skuld­ir allra ald­urs­hópa hafa minnkað að nafn­v­irði frá 2010, ef frá eru tald­ir 60 ára og eldri. Eigið fé allra ald­urs­hópa jókst á tíma­bil­inu að nafn­v­irði, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

En því miður er þetta lítið annað en blekking og fölsun því þegar farið er að skoða málin nánar kemur ýmislegt upp á yfirborðið.

Hvernig varð þessi breyting til, ef hún þá varð til?
Jú sennilega með því að Gamma, glæpafélag og önnur “fasteignafélög” hafa verið að kaup upp fasteignir í hudraðavís, sennilega hátt í á annað þúsund.
Þau hika ekki við að borga yfirverð fyrir eignirnar og allt er þetta staðgreitt með fjármunum lífeyrissjóðanna.
Við það greiðast upp áhvílandi lán sem fyrir voru á þessum fasteignum.
Þannig breytast tölur um skuldir í fasteignum og þá er auðvelt fyrir stjórnvöld að segja blákalt að skuldastaða íslenskra heimila hafi batnað, sem að sjálfsögðu er ekkert annað en blekkingar og hreinar lygar.
Líklega má segja að meðalskuldir á þessum eignum hafi verið 15-30 milljónir pr. eign og reikni svo hver fyrir sig.
Allt er þetta gert til að reyna að halda uppi fölsku verði, verðspennu og falsaðri eftirspurn.
Er fólk virkilega að kaupa þetta bull?
Jón og Gunna eru sko ekki að eignast neitt meira.
Síður en svo.
þeim svíður orðið illilega í görnina.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni