Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins er það deginum ljósara að þeir stjórnmálamenn sem hafa að einhverju leiti komið að ákvarðanatöku um Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvera, bæði á Grundartanga og Reyðarfirði, eru nauðgarar. Raðnauðgarar ef eitthvað er því nú liggur fjallkona íslands útglennt, sundurslitin og blóðug eftir hamfarir íslenskra stjórnmálamanna sem samþykktu virkjunina og byggingu álverana. Þegar nauðguninni var lokið á Kárahnúkum var fjallkonan tekin og seld mansali, eða öllu heldur gefin erlendu álauðhringjunum sem halda nú nauðguninni áfram sem aldrei fyrr.
Slíkan verknað er ekki hægt að fyrirgefa eða taka til baka. Það er búið að eyðileggja stór landsvæði og stofna lífríkjum margra dýra og fuglategunda í stórhættu ef ekki hreinlega eyðileggja þau með öllu með þessum aðgerðum. Aðgerðum sem Siv Friðleifsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Friðrik Shopusson fyrrum forstjóri Landsvirkjunnar eru öll sek um. Raðnauðgun á Fjallkonunni. Fleiri eru sekir í þessum málum líka þó ekki kanski með eins afgerandi hætti og þau sem hér að framan eru talin þó þau séu þau sem stæðstu sökina bera.
Rúmlega ellefu ár eru liðin frá því að virkjanaframkvæmdir hófust við Kárahnjúka. Allt frá upphafi varaði fjöldi fólks við framkvæmdunum og benti á að þær ættu eftir að stórskaða lífríkið í Lagarfljóti og valda landbroti í ánni. Þetta mat reyndist á rökum reist samkvæmt skýrsludrögum frá Landsvirkjun sem kynnt voru fyrir samskiptanefnd Fljótsdalshéraðs í síðustu viku. Samkvæmt skýrslunni er vatnsmagn í fljótinu orðið meira en öll reiknilíkön spáðu fyrir um auk þess sem bakkar Lagarfljóts hafa brotnað niður. Þá er fljótið orðið svo dökkt að sólarljós nær ekki niður að botni þess og þörungagróðurinn hverfur. Afleiðingarnar eru þær að fiskarnir í Lagarfljóti horast og deyja. Þá eru áhrif virkjunarinnar einnig sögð ná til fuglalífs á svæðinu.
,,Ég er löngu hætt í pólitík og ætla ekkert að svara þessu“ gjammaði Valgerður Sverrisdóttir þegar reynt var að bera þetta mál undir hana núna fyrir stuttu. „Þetta var réttlætanlegt en auðvitað hafði þetta í för með sér röskun á náttúrunni. ,,Hvernig væri staðan fyrir austan í dag ef ekki hefði verið farið í þessa framkvæmd?“ spurði hún og lagði áherslu á þá staðföstu trú sína að framleiða þyrfti verðmæti í landinu og „nýta okkar auðlindir.“
Siv Friðleifsdóttir gegndi stöðu umhverfisráðherra á þessum tíma og felldi úrskurð Skipulagsstofnunar úr gildi. Um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á Lagarfljót komst umhverfisráðuneytið að þessari niðurstöðu: „Vegna eðlis Lagarfljóts og lífríkis þess er það mat ráðuneytisins að breytingar á svifaur muni ekki valda miklum áhrifum á lífríki vatnsins.“ Annað hefur komið á daginn og samkvæmt rannsóknum Veiðimálastofnunar frá 2011 veiðast nú tíu sinnum færri fiskar í Lagarfljóti en veiddust áður en virkjunin reis.
Þegar DV leitaði til Sivjar Friðleifsdóttur sagðist hún alltaf hafa vitað að virkjunin hefði einhver neikvæð umhverfisáhrif en þó talið að framkvæmdin hefði fleiri kosti en galla. Aðspurð hvort hún væri ennþá sannfærð um að rétt hafi verið að reisa virkjunina sagðist hún telja þetta hafa verið „mjög mikilvæg framkvæmd“. Þegar talið barst að úrskurði umhverfisráðuneytisins sagði Siv: „Ég get ekkert rætt þetta frekar en það sem kemur fram í þessu mati. Ég hef engar forsendur til að skoða þetta í þeirri stöðu sem ég er í núna.“
Árið 2002 samþykkti Alþingi lögin sem gerðu Kárahnjúkavirkjun að veruleika. Þannig fékk Landsvirkjun heimild til að reisa og reka vatnsaflsvirkjun í Fljótsdal og virkja til þess Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Aðeins níu þingmenn greiddu atkvæði gegn lögunum, þar af allir sex þingmenn Vinstri grænna, tveir þingmenn Samfylkingarinnar og einn þingmaður Frjálslynda flokksins. Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins lagðist gegn lögunum. Á meðal þeirra þingmanna Samfylkingarinnar sem greiddu atkvæði með þeim voru Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller.
En þó fjallkonunni væri raðnauðgað af þessum skríl og hún síðan seld í ánauð til álverana er ekki öll sagan sögð því nauðgunin heldur áfram af fullum krafti en nú í öll þrjú götin, píku, rass og munn, því það er ekki nóg með að öll þessi framkvæmd í kringum virkjanirnar og tilkomu álverana hingað til lands er nú komið í ljós að þau eru ekki að skila nema brota broti af þeim hagnaði sem spáð var að þau myndu gera. Ástæðan er sú, að þau greiða nánast enga tekjuskatta hér á landi þar sem skúffufyrirtæki erlendis og síðan sérsamningar sem gerðir voru við þau gera það að verkum að þau þurfa ekki að greiða hér skatt frekar en þau vilja.
Alcoa og Norðurál eru alþjóðleg fyrirtæki með rekstur hér á landi, þar sem tekjur og hagnaður verða til. Eignarhaldið er hins vegar flókið, en fer í gegnum systurfélög í Luxembourg í tilviki Alcoa og Delaware í Bandaríkjunum í tilviki Norðuráls og þaðan í móðurfélögin. Fyrirtækin hér á landi eru fjármögnuð í gegnum þessi systurfyrirtæki, og skulda þeim hundruð milljarða króna, og borga hundruð milljóna í vaxtakostnað af þessum lánum. Sá kostnaður kemur til frádráttar tekjum og þar af leiðandi þeim sköttum sem lagðir eru á þessi fyrirtæki hér á landi. Álver Norðuráls á Grundartanga hefur verið starfrækt í sextán ár, en hefur greitt tekjuskatt fyrir þrjú rekstrarár. Þetta er þekkt erlendis, og þar hefur víða verið girt fyrir slíkt. Íslenskum stjórnvöldum hefur verið bent á að þessu þurfi að breyta, þar á meðal af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þær breytingar hafa enn ekki verið lagðar til.
HORFA Á KASTLJÓS ÞAR SEM ÞETTA ER ÚTSKÝRT!
Ég skora á ykkur öll að lesa þetta plagg sem fjallar um þær ívilnanir og alla þá milljarða sem Steingrímur J. Sigfússon vill að við borgum með kísilveri á Bakka fyrir PCC.
Hér kemur m.a. þetta fram:
„3. gr.
Skattlagning og gjaldtaka.
Félagið skal greiða skatta og önnur opinber gjöld sem almennt eru lögð á hér á landi, eftir þeim reglum sem um þau gilda samkvæmt lögum á hverjum tíma, nema að því leyti sem á annan veg er fyrir mælt í lögum þessum.
Félagið skal eiga rétt á ívilnunum í samræmi við lög nr. 99/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, með síðari breytingum, þ.m.t. þjálfunarstyrk skv. 12. gr. laganna að fenginni heimild í fjárlögum, enda uppfylli fjárfestingarverkefnið skilyrði þeirra fyrir veitingu ívilnana. Félagið skal einnig eiga rétt á ívilnunum samkvæmt eftirfarandi sérákvæðum:
1. Þrátt fyrir ákvæði í lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og breytingar sem síðar kunna að verða á þeim lögum skal félagið greiða 15% tekjuskatt. Ef tekjuskattshlutfall á félög með takmarkaðri ábyrgð, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er lægra en 15% skal hið lægra tekjuskattshlutfall gilda um félagið á gildistíma fjárfestingarsamningsins. Verði tekjuskattshlutfallið hækkað að nýju skal það gilda um félagið en þó aldrei vera hærra en 15%.
2. Þrátt fyrir ákvæði 4. tölul. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2010 skal félagið undanþegið stimpilgjöldum af öllum stimpilskyldum skjölum sem félagið gefur út eða stofnað er til í tengslum við uppbyggingu fjárfestingarverkefnisins.
3. Þrátt fyrir ákvæði 6. tölul. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2010 skal skatthlutfall fasteignaskatts félagsins vera 50% lægra en lögbundið hámark að viðbættu álagi skv. II. kafla laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga.
4. Þrátt fyrir ákvæði 7. tölul. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2010 skal félagið vera undanþegið almennu tryggingagjaldi sem kveðið er á um í 3. mgr. 2. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald.
Í fjárfestingarsamningi er heimilt að kveða á um að:
a. ekki skuli leggja á félagið umhverfisgjöld eða umhverfisskatta sem tengjast losun lofttegundanna CO2 og SO2 eða annarri losun eða öðrum mengunarvöldum nema slík gjöld eða skattar séu almennt lagðir á önnur fyrirtæki á Íslandi, þ.m.t. öll önnur kísilver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti,
b. ekki skuli leggja skatta eða gjöld á raforkunotkun félagsins eða útblástur lofttegunda eða aðra losun úrgangsefna nema slík gjöld og skattar séu jafnframt lögð með almennum hætti á öll önnur íslensk fyrirtæki, þ.m.t. kísilver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti,
c. ekki skuli leggja á gjöld eða skatta í tengslum við raforkukaup og/eða raforkunotkun félagsins nema slík gjöld eða skattar séu almennt lagðir á önnur fyrirtæki á Íslandi, þ.m.t. öll önnur kísilver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti.
Almenn ákvæði íslenskra laga um tekjuskatt, virðisaukaskatt og gjöld sem sveitarfélög leggja á og í gildi eru á hverjum tíma og varða skattframtal, framtalsfrest, álagningu, endurskoðun, endurálagningu, innheimtu, gjalddaga og greiðslu, sem og aðrar uppgjörsreglur varðandi tekjuskatt, virðisaukaskatt og gjöld sem sveitarfélög leggja á, auk andmæla og ágreinings í tengslum við þau, skulu gilda um félagið.
Á gildistíma fjárfestingarsamningsins getur félagið valið að almenn ákvæði íslenskra skattalaga, eins og þau eru á hverjum tíma, gildi um það fremur en sérákvæði fjárfestingarsamningsins. Beiðni um slíka breytingu skal gerð með skriflegri tilkynningu sem lögð skal fram eigi síðar en 1. júní á almanaksári áður en breytingin á að taka gildi. Berist slík beiðni skulu ríkisstjórnin, eigandinn og félagið þegar ganga til samninga um breytinguna yfir í hið almenna skattkerfi. Ríkisstjórnin, eigandinn og félagið skulu koma sér saman um aðferðir við framkvæmd slíkrar breytingar. Eftir það skal félagið lúta almennum íslenskum skattalögum það sem eftir er af gildistíma fjárfestingarsamningsins.“
Búið er að mæla fyrir frumvarpinu en það er ekki komið í gegnum þingið.