Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Læstu sklálanum og skildu fólkið eftir á biluðum bíl.
Læstu sklálanum og skildu fólkið eftir á biluðum bíl.

Ef þú værir á ferð upp á hálendinu og rækist á ferðalanga á biluðum bíl, mundir þú hjálpa Þeim?
Það er ljótt frá því að segja þegar fólk sem lendir í vandræðum og þarf á hjálp annara ferðalanga að halda, skuli vera skilið eftir inni á hálendi íslands af hópi fólks á vel útbúnum jeppum sem hafa alla möguleika á að aðstoða fólkið.  Slíkt er ekki bara argasti dónaskpur heldur ber þeim sem slíkt gera vitni um algera mannfyrirlitningu og óþveraskap.

Leifur Dam Leifsson deilir myndbandi þar sem sést þegar félagar úr fuglahundadeild HRFÍ keyra burt einn af öðrum eftir að hafa lokað og læst skálanum og skilja fólkið eftir á heiðinni á biluðum bílnum.

Frásögn Leifs.

Sjáið þau keyra bara i burtu án þess að hjálpa

Um helgina varð bíllinn okkar vélavana á Auðkúluheiði við gistum í neyðarskýli sem heitir Arnarbæli aðfaranótt sunnudags og fór vel um okkur. Sunnudagsmorgun kom Ástrali úr gagnstæðri átt og við spurðum hann hvort hann gæti dregið okkur að Áfangafelli þar sem við sáum jeppahóp deginum áður. Hann hugsaði sig ekki um og dró jeppan okkar á litlum jeppling áleiðis til baka. Við vissum að ef við myndum ná til jeppahópsins þá myndi þeir hjálpa okkur niður af heiðinni og í framhaldinu gætum við bjargað okkur sjálfir. Við vorum því fegnir að sjá að hópurinn var þarna ennþá og kvöddum Ástralann með þökkum eftir að við losuðum dráttartaugina úr bílnum. Þegar við inntum eftir aðstoð var okkur sýndur litill áhugi. Þau voru að gera sig tilbúinn til að þjálfa fuglahunda uppá heiði. Við vorum þó pollrólegir enda eðlilegt að fólk klári sitt. Það fór þó að renna á okkur tvær grímur þegar þau tóku allt dótið sitt og læstu skálanum og gerðu sig ferðabúinn. Við spurðum hvort þau væri ekki til í að draga okkur upp afleggjarann upp á aðalveg svo við gætum átt möguleika á að stoppa bíl á meðan (ca 250m). Við spurðum einn mann sem ráðfærði sig við annan (sem var á stórum grænum pallbíl) en svarið var á einfaldlega ” Nei við drögum ekki bíla”. Því næst var skálanum skellt i lás og þau keyrðu bara í burtu. Við sátum þarna í bílnum og gátum varla trúað því sem var að gerast enda óskrifuð regla að aðstoða fólk í óbyggðum.

Ég var svo hissa að ég átti ekki orð, síminn að verða rafmagnslaus. Næsta mál var því einfaldlega að hringja í 112 en ákvað að freysta þess að gúggla kunningja minn sem er í Björgunarsveitinni á Skagaströnd sem beið ekki boðana og kom til bjargar.

Við náðum bílnum í gang og í staðarskála var sami hópur á heimleið og var þá fullljóst að þau ætluðu sér aldrei að ath með okkur.

Þetta voru meðlimir í Fuglahundadeild HRFÍ og Royal Canina prófið mikla sem mátti ekki trufla á nokkurn hátt.

Við klipptum út andlitið á síðasta ökumanninum því hann var sá eini sem smá samviskubit.

P.S ég mun svo sannarlega ekki skilja ykkur eftir upp á heiði og mun hjálpa ykkur ef þörf er á.

Persónulega segi ég við þessa aðila sem þarna voru á ferð.  Skammist ykkar bölvaðir drullusokkarnir ykkar og aumingjar.  Svona hagar siðmenntað fólk sér ekki og það er deginum ljóst að þið þurfið margt að læra áður en hægt verður að telja ykkur til hins siðmenntaða hluta íslensku þjóðarinar.

Myndbandið og ummæli má finna hérna.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni