
Maður nokkur sem ók bíl sínum að kjallara hús síns til að fara með rusl í Sorpu var sektaður fyrir utanvegaakstur á sinni eigin lóð. Þegar hann var að keyra yfir grasið á lóð sinni bar að lögreglumann á mótorhjóli og skipti engum togum að hann stöðvaði hjólið, hljóp til og skrifaði út kæru fyrir utanvegaakstur.
Maður hlýtur að spyrja sig hvort það sé ekki eitthvað mikið athugavert við svona hegðun lögreglunar?
Guðný Linda skrifar við mynd sem hún deilir á Facebook:
Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir lögreglunni en núna áðan minnkaði það aðeins.
Við erum að flytja eins og flestir vita og Markús fór niður áðan og keyrði bílinn okkar upp að geymsluganginum svo hann gæti fyllt hann af rusli til að fara á sorpu.
Til að keyra upp að geymsluganginum þarf að keyra yfir hluta af lóðinni okkar.
Þegar hann er að keyra yfir grasið keyrir fram hjá móturhjólalögreglumaður sem bara gat ekki annað en stoppað og sektað Markús fyrir utanvega akstur!
Eru þið að f****** grínast í mér?
Ég stend gjörsamlega á gati og þakka bara fyrir það að það sé ekki annað og meira mikilvægt sem liggur fyrir hjá lögreglunni en að sekta venjulegt fólk sem keyrir inn á sína eigin lóð án þess að skemma neitt eða eða stofna neinum í hættu.
Mér finnst þetta bara út í hött!
Auðvita er þetta út í hött og ég held að lögreglan ætti nú aðeins að staldra við og hætta að haga sér eins og fífl, því þetta er ekkert annað en fíflagangur.
Eftir að hafa þvælt mér í gegnum lög um náttúrvernd, báða lagaflokkana frá 1999 og frá 2013, þá finn ég ekkert sem getur réttlætt þessa framkomu lögreglumannsins.