Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Fátækt eykst

Posted on 18. desember 2014
Ástæða fátæktar á íslandi.
Ástæða fátæktar á íslandi.

Það er sama hvar maður ber niður í umræðum í þjóðfélaginu dag, fátækt fer vaxandi.
Á sama tíma og útgerðirnar greiða sér tugi milljarða á ári í arðgreiðslur og bankarnir moka inn peningum vegna okurstefnu sinna í formi vaxta og þjónustugjalda af ýmsum toga sem gerir bönkum kleyft að greiða starfsfólki sínu og eigendum stóra bónusa fyrir „vel unnin störf“
Það eru sem sé vel unnin störf að féfletta fólk.

Á sama tíma eykst fátækt í landinu

En um þessar mundir storma fram stjórnendur fyrirtækja organdi og grenjandi að ekki sé hægt að hækka almenn laun í landinu því þá fari allt til fjandanns í formi óðaverðbólgu og vextir rjúki upp úr öllu valdi.
Þetta sama fólk hækkaði nú laun sín síðastliðið sumar um rúma hálfa milljón, kallaði það leiðréttingu og neitar svo að leiðrétta kjör þeirra sem lægst hafa launin í þessu þjóðfélagi.
Siðferði þessara drullusokka er með slíkum ólíkindum að maður á ekki til orð yfir ósvífninni.
Svo óforskammað er þetta hyski svo líka, að það hefur meira að segja fengið stjórnvöld og seðlabankastjóra í lið með sér til að kúga stéttarfélögin til þess að halda niðri launum í landinu.
Óþveraskapurinn á sér engin takmörk hjá þessu fólki.

Á sama tíma eykst fátækt í landinu.

Um hver áramót fá þeir hópar sem heyra undir kjararáð lögbundna launahækkunn sem getur numið frá 15 og upp í 50 þúsund krónur eða meira.
Þar með talið þeir þingmenn sem minst er á í síðasta pistli mínum, en það eru þeir sem greiddu atkvæði gegn hagsmunum almennings því hagur flokks þeirra er þeim meira virði en fólkið i landinu.
Þessir þingmenn sögðu já við því að hækka álögur á fátækasta fólkið í landinu og þá sem verst standa tekjulega séð og þeir samþykktu líka að klípa sem nemur nokkrum þúsundköllum af þeirri hækkunn sem aldraðir og öryrkjar fá um hver áramót.
Þingmenn fá samt sinn 25 til 30 þúsund kall ofan á sín laun eftir áramót.

Á sama tíma eykst fátækt í landinu.

Nú er svo komið að norður á Akureyri að það fjölgar þeim sem leita sér aðstoðar fyrir jólin og hugsið ykkur.
Meiri hlutinn af því er ungt fjölskyldufólk sem er í vinnu en nær ekki endum saman.
Samskonar fréttir má fá allsstaðar að af landinu.
Hvað segir það okkur?
Er það eðlilegt?
Hverjum er um að kenna?

Fátækt er staðreynd á íslandi og það eru atvinnurekendur, stjórnvöld og verkalýðsfélög sem bera alla sök á því ástandi.

Það er staðreynd.

Deila:

  • Tweet
  • More
  • Email
  • WhatsApp
  • Print
  • Reddit
  • Share on Tumblr

Svipað efni

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Splæsir þú kaffi?

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jón Stóri bráðkvaddur á heimili sínu. (11 views)
  • Fasteignaverð í Svíþjóð að gefnu tilefni (5 views)
  • Kórstelpurnar sólgnar í slátrið (2 views)
  • Þér hefur borist tölvupóstur! ÞÚ ERT REKIN! Siðferðisvitund stjórnenda 365 miðla (2 views)
  • Loforðabréf Bjarna Ben til eldri borgara fyrir síðustu kosningar (2 views)
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
  • Þegar lítið annað er hægt að gera
  • Verbúðarlíf: Formáli
Ajax spinner

Instagram

Færslusafn

Flokkar

©2023 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme
 

Loading Comments...