Það er ljót framtíðarsýn sem blasir við okkur íslendingum um þessar mundir. Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkana stíga hver af öðrum fram með svo dæmalausan áróður á þau stéttarfélög sem eru í verkafalli og þau sem eru á leið í verkfall og segja að það sé þeim að kenna fari þjóðfélagið tímabundið á hliðina vegna þeirra.
Ferðaþjónustan tapi svo og svo mörgum milljörðum vegna verkfalla og sjúklingar og þungaðar konur séu í stórhættu vegna verkfalla og svo mætti lengi telja.
Einn þeirra verstu hvað þetta varðar er þó Pétur H. Blöndal sem vill að stéttarfélög séu krafin um skaðabætur vegna aðgerða sinna í verkfallinu.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra fer þó gjörsamlega offari í sínum þröngsýna og fasíska heimi því hann telur að of langt hafi verið gengið í að jafna kjör launafólks í landinu.
Maður hlýtur að spyrja sig hvort Bjarni og hyskið hans, hreinlega gangi á öllum fimm?
Stéttarfélög hafa ekki beitt verkfallsvopninu í meira en tvo áratugi og þegar það svo gerist þá er ekkert gert til að reyna að leysa deiluna, heldur er henni viðhaldið og illu blóði hleypt í allar viðræður af mis mikið heimskum þingmönnum og ráðherrum sem reyna að kenna stéttarfélögunum og almenningi um að svona er komið í stað þess að gangast við þeirri ábyrgð sem þeir sjálfir bera því það er vegna aðgerða þeirra sem málin eru komin í þennan hnút og engra annara.
Þeir þingmenn og ráðherrar sem mest hafa haft sig í frami í gagnrýni á verkföll og reynt að kenna stéttarfélögunum og frekju launþega um ástandið, eru einhverjir þeir mestu aumingjar og ræflar sem þjóðin hefur alið. Aumingjar sem aldrei geta borið ábyrgð á gerðum sínum, athöfnum og orðum en slengja fram upplognum fullyrðingum og áróðri til að blekkja almenning sem hefur nú ekki meiri greind en svo að hann hlustar á lygarnar og þvættinginn eins um heilagan sannleik sé að ræða og getur ekki einu sinni í aumingjaskap sínum hugsað hálfa rökræna hugsun til að bjarga eigin skinni frá því að verða þrælar í þeirri nýlendu sem Sjálfstæðis og Framsóknarmenn stefna að því að gera ísland að með aðgerðum sínum.
FRAMTÍÐARSÝN:
Sú framtíð sem ísland á fyrir sér með sama áframhaldi og við höfum séð grassera hér á síðustu áratugum er vísir að því að Ísland verði þrælanýlenda og fasistaríki.
Fasistaríki á þann hátt sem við erum hvað eftir annað sjá í þróuninni á síðustu 30 árum.
Þetta byrjaði með kvótakerfinu í sjávarútvegi og síðan það var tekið upp hefur staðið endalaus styrr um það og á eftir að gera því nú er svo komið að örfáar stórútgerðir stjórna allri veiði og vinnslu fisks í landinu.
Spillingin sem alltaf hefur verið í íslenskri stjórnsýslu er orðin grímulausari og fasistinn í kringum einstaka þingmenn og ráðherra sem eru svo gjörsamlega siðblindir að þeir ættu í raun heima á geðveiklingahæli en ekki á alþingi íslendinga, segir okkur allt um vitsmuni fólksins til að kjósa til alþingis í þessu landi.
Spilling ærulausra einstaklinga sem halda að virðing sé meðfædd eða keypt er það sem stýrir íslandi í dag og ég spái því hiklaust, að ef fólk fer ekki að taka sig saman og koma þessum flokkum frá völdum, flokkum sem meira að segja kenna spillingu, óheiðarleika, lygar, svindl, svínarí og landráð í stjórnmálaskólum sínum, þá verður ísland orðið að þrælanýlendu fyrir árið 2017 þar sem fasistar á borð við Bjarna Ben og hyski hans ásamt Hitl… Uhh? Stuttbuxnadeild áróðursskóla Valhallar ráða hér öllu og stjórna með þeirri harðlínu sem öfgafólk er sérstaklega þekkt fyrir, þá eiga fólksflutningar til útlanda eftir að margfaldast á næstu tveim árum.
Þegar svo er komið að ekki fæst íslenskt vinnuafl lengur til að verka fisk, leggja holræsi og malbika götur, kennarar hverfa af landi brott í leit að betra lífi, sem og kennarar af öllum stéttum, sem sé allar láglaunastéttirnar, þá er aðeins eitt til ráða fyrir fyrirtæki og stjórnvöld en það er að ráða inn í landið fólk frá austur Evrópu og Asíu til að vinna þessi störf.
En fær þetta fólk þá sambærileg laun og núna er verið að bjóða þeim sem lægst hafa launin og lifa við verstu kjörin?
Nei. Þetta fólk fengi kanski helming til 2/3 þess sem launafólk er með í dag því hinir nýju lénsherrar vilja enn meiri gróða í eigin vasa og útgerðargreifarnir verða að geta greitt sér meiri og meiri arð ár hvert á kostnað almennings í landinu með því að sölsla undir sig og vini sína, allar auðlindir landsins.
Nýjasta útspilið í þeim efnum er að færa makrílinn á silfurfati til hinn nýju lénsherra, útgerðargreifana.
Þetta þjóðfélag sem ísland er orðið í dag, er hreint út sagt viðbjóðslegt.
Svo ógeðslegt og viðbjóðslegt vegna þeirra sem stjórna því en þó mest vegna þeirra sem kusu þessa geðsjúklinga á þing sem stjórna því.
Heiladauður almenningur á í raun allt þetta skilið fyrir að hafa hlustað og trúað lygunum og kjaftaþvælunni sem núverandi stjórnarherrar báru á borð fyrir fólk fyrir síðustu kosningar því það sannaði bara heimskuna, trúgirnina og fáráðlingshátt heillar þjóðar.
Það eru kjósendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem bera algjörlega og skuldlaust þá framtíðarsýn sem blasir við okkur í þessu landi því í allri umræðu, fréttum og fréttaskýringum sér maður hvernig þessir tveir flokkar og fylgismenn þeirra, róa að því öllum árum að láta rúnkdrauma sína um hina íslensku þrælanýlendu verða að veruleika áður en gengið verður til næstu kosninga árið 2017.
Almenningur getur stöðvað þessa þróun en kemur ekki til með að gera það, því rassinn er þungur og letin of mikil.
Íslenskur almenningur mun því dragast inn í þetta ástand vegna eigin leti og aumingjaskapar. Aumingjaskapar sem er genatískur frá þrælaræflunum sem þeir eru komnir af og þeir munu því ekkert gera til bjarga sér, ekki frekar en lati Geir á lækjarbakkanum.