Hann varð ekki par ánægður maðurinn sem keypti sér brauð í Guðnabakríi á Selfossi síðastliðin föstudag. Í gærkvöld smurði hann sér samloku og hugði sér gott til glóðarinnar að snæða hana en þegar hann var rétt hálfnaður með hana, stakkst eitthvað upp í góminn á honum svo hann kúgaðist og spýtti út úr sér bitanum. Blasti þá við honum eitthvað sem virtist vera hluti af eyrnalokk.
Biður hann viðkomandi bakara að hafa við sig samband og sótt hlutinn gegn vægum fundarlaunum.
Ég keypti þetta brauð á föstudaginn síðasta og smurði mér samloku í gærkvöld. Um hálfa samloku þá fann ég að eitthvað stakkst upp í munninn á mér svo ég hreinlega kúgaðist. Spýtti ég munnbitanum í lófann og kom þá í ljós þetta sem virðist vera afgangur af eyrnalokk. Getur eigandi lokksins og starfsmaður Guðnabakaríis vitjað lokksins hjá mér og greitt fyrir hann fundarlaun.
Hægt er að hafa sambandi við manninn með því að smella hérna.