Mig langar að hvetja alla sem hafa tök á því að mæta á þetta málþing sem verður haldið á Grand hótel í dag, 19. mars frá kl. 13 til 16:00. Salurinn heitir Háteigur og er á 4. hæð.
Málefnahópur um kjaramál setur jöfnuð og réttlæti í fólkus á málþingi 19. mars kl. 13-16. Öflugir frummælendur fjalla um skatta, kjaragliðnun, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og síðan mun fólk jafnframt deila eigin reynslu. Dagskrá hér að neðan.
Allir eru velkomnir. Aðgangur ókeypis. Takið daginn frá!
Rit- og táknmálstúlkun verður í boði.
Málþinginu verður streymt beint á Facebook síðu ÖBÍ og á vef ÖBÍ.
Dagskrá:
Ávarp formanns
-Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ
Hafa tekjur öryrkja hækkað eins og tekjur annarra? Þróun lífeyris og tekna öryrkja í samanburði við þjóðfélagið í heild
-Bergþór Heimir Þórðarson, varaformaður kjarahóps ÖBÍ
Dreifing skattbyrði – jöfnuður og sanngirni.
-Indriði H. Þorláksson hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri.
Kaffihlé (20 mínutur).
Örinnlegg tveggja örorkulífeyrisþega.
– Halldóra Eyfjörð og Halla Vala Höskuldsdóttir.
Réttur fatlaðs fólks til viðunandi lífsafkomu og félagslegrar verndar í íslenskum rétti í ljósi 28. gr. Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólk.
-Brynhildur Flóvenz, dósent hjá Lagadeild HÍ.
Pallborðsumræður
Lokaorð
Rósa María Hjörvar formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramálÍ pallborði auk þeirra sem halda erindi (Bergþór, Indriði og Brynhildur): Þórður Snær Júlíusson, Drífa Snædal, Þuríður Harpa Sigurðarsdóttir, Halldóra Mogensen.
Fundarstjóri: Eyrún Magnúsdóttir, fjölmiðlakona.