Er Orkan = Shell að svindla á viðskiptavinum sínum?

Auglýsing frá Orkunni þann sjöunda Júní.

Auglýsing frá Orkunni þann sjöunda Júní.

Er nema von að maður spyrji?
7. Júní kom póstur og SMS frá Orkunni = Skeljungi þess efnis að 10 króna afsláttur væri á eldsneyti hjá þeim þennan dag og renndi minn maður og fyllti tankinn í góðri trú.
Daginn eftir, þann áttunda júní kom svo kvittun í tölvupósti þar sem tilgreindur afsláttur var aðeins fimm krónur.
Mynd af kvittun er hér að neðan þar sem þetta kemur greinilega fram og myndin sem barst í tölvupósti fylgir pistlinum hér að ofan.
Það verður leitað skýringa á þessu strax á mánudagsmorgunn og félagið krafið skýringa á því hvernig stendur á þessu misræmi.

Gaman væri að vita hvort fleiri hafa lent í þessu þegar þeir kaupa eldsneyti hjá Orkunni á afsláttardögum.

Kvittunn frá Orkunni fyrir bensínkaupum þann sjöunda júní.

Kvittunn frá Orkunni fyrir bensínkaupum þann sjöunda júní.

Updated: 8. júní 2013 — 21:24