Er aumingjans konan svona heimsk eða er eitthvað annað sem hangir á spýtunni?

Sveinbjörg Birna og fullyrðing sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Sveinbjörg Birna og fullyrðing sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Þegar fólk hefur ekki skilning eða vill ekki skilja ákveðna hluti og heldur því fram á opinberum vettvangi að svona skuli skilgreining þeirra hluta vera án þess að kynna sér þá til hlýtar, þá spyr maður sig hvort viðkomandi ætti yfir höfuð að vera í stjórnmálum.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, vakti athygli fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vegna eindreginnar andstöðu sinnar við múslima og bænarhús þeirra. Forysta Framsóknarflokksins lagðist á sveif með henni og gagnrýndi þá sem gagnrýndu flokkinn.
Hatursumræðan sem fylgdi í kjölfarið varð til þess að hífa fylgi flokksins nóg til að ná inn einum fulltrúa í borgarstjsórn.

Samkvæmt nýjust yfirlýsingu Sveinbjargar telur hún óþarft að hælisleitendur njóti grundvallar mannréttinda á borð við friðhelgi einkalífs og segir á Fésbókarsíðu sinni eitthvað það heimskulegasta sem ég hef lengi séð lengi og maður fer að efast um greind aumingja konunar í kjölfarið, en þar segir hún:

Tel að það þurfi einfaldlega að breyta lögunum þannig að það sé ekki trúnaður um vinnugögn tengda hælisleitendum. Þá er allt uppi á borðunum og enginn leki. Píratar styðja þetta nú alveg pottþétt.

Það sem konugreyið skilur ekki er einfalt.
Píratar styðja EKKI persónunjósnir eða það að upplýsingar um einstaklinga eigi að vera öllum opin og aðgengileg og til þess er persónuvernd og persónuverndarlög í gildi.  Hvað varðar starfsemi opinberra aðila og stjórnvalda gildir allt annað enda er þar um að ræða aðgerðir sem snúa beint að borgurum og alþýðu landsins og fólkið á að geta haft eitthvað um það að segja hvernig landinu og sveitarfélögum sé stjórnað og því þarf að vera ákveðin upplýsingaskylda í gangi gangvart almenningi í landinu.

Sveinbjörg virðist ekki geta skilið að þetta tvennt á enga samleið og eru í raun tveir gjörólíkir hlutir.  Hún hefði alveg getað aflað sér þessara upplýsinga á heimasíðu Pirata hefði hún haft vit á því og greind til að skilja jafn einfalda hluti og þar eru settir fram.

3.1 Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri.

3.2 Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi.

3.3 Til friðhelgi telur réttur til leyndar, nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttar

3.4 Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er til að vernda einstaklinginn, en aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga

3.5 Nafnleysi hefur ekki þann tilgang að skjóta einstaklingi undan ábyrgð

Þessi fimm atriði hér að ofan er mjög skýr og einföld sem hvert barn ætti að geta skilið.  (Fullorðnir líka ef siðferði þeirra er í sæmilegu lagi).

Síðan segir líka:

4.1 Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.

4.2 Píratar telja gegnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku.

4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.

4.4 Upplýsingar skulu vera aðgengilegar á opnum gagnasniðum, á því formi sem er hentugast upp á notagildi upplýsinganna.

Meira að segja þetta ætti að vera nógu skýrt til að Sveinbjörg skilji það.

Þegar fólk í stjórnmálum ætlar að halda einhverju fram í fullri alvöru, þá þarf að minnsta kosti að vera einhver upplýst ákvörðun að baki slíkri framsetningu en ekki bara slengja einhveru fram sem á sér engar stoðir í raunveruleikanum og halda því fram að einhverjir séu því samþykkir af því viðkomandi hefur ekki kynnt sér málið til hlýtar.

Með þessu tókst Sveinbjörgu enn og aftur að gera sig algerlega ómarktæka og gjaldfella sjálfa sig með ómerkilegri framsetningu og útúrsnúningi á stefnumáli annars flokks, málefnis sem hún hefur ekki einu sinni haft fyrir að kynna sér áður en hún ákvað að svona vildu þeir hafa það.

Í mínum huga kallast slík hegðun heimska.

Updated: 23. nóvember 2014 — 13:55